Mikilvægar greinar

Konur, hátæknin, nýsköpunin, álið, lífsviðurværið og framtíðin

Veröldin er ekki annaðhvort græn eða grá

Um hvað er kosið í Hafnarfirði 


Viðtal á BBC

Ég var í viðtali á BBC-Scotland síðasta laugardag og aftur í gærkvöldi. Tilefnið var að ég bloggaði um daginn að ég ætlaði að bjóða mig fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. "Yes, I will be the next mayor in Hafnarfjörður", "I am going to build a big Theatre, Cinema and a Rock Music House", "Yes, I´ve already got four votes".

Já þetta sagði ég allt og 30. apríl munu allir í Skotlandi vita þetta Wink

Nei ég er aðeins að plata, en ég var samt í viðtali við BBC í gær og síðasta laugardag. Þau eru að gera þátt um kosningar á Íslandi og af því að þau voru á landinu akkúrat núna, langaði þau að taka þessar kosningar hér í Hafnarfirði með í þáttinn. Það eru kosningar í Skotlandi held ég 3.maí og svo hjá okkur 12.maí. Þau langaði að bera saman Ísland og Skotland því hér er alltaf svo góð kjörsókn á meðan Skotar telja sig góða ef þeir ná 50% kjörsókn. Ég var sem sagt spurð að sjálfsögðu um Hag Hafnarfjarðar og svo hverja ég teldi ástæðuna vera fyrir því að íslendingar væru svona duglegir að mæta á kjörstað. Það var einnig talað við Lúðvík og einhvern frá Sól í Straumi. Þessi þáttur verður sýndur 30.apríl. 


Ég var að fá tölvupóst

Mig langar að senda ykkur þennan póst og ath hvort þið getið hjálpað.

Málið er að ung kona aðeins 30 ára gömul einstæð móðir með þrjú ung börn,,,,,er að berjast við krabbamein.


Eflaust vitið þið um hverja ég er að tala,,,,hún var þó nokkuð í fjölmiðlum og heitir Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir.

 
Þessi ótrúlega duglega kona,,,,,,,,,fékk hræðilegar fréttir í dag,,,,með að krabbameinið væri að stækka og lyfin sem hún er á í dag eru ekki að gera það sem læknar vonuðust til.


Eina von hennar núna er að komast til New York og fara þar í lyfjameðferð sem læknar hafa ráðlagt,,, því fyrr því betra.


Þessi meðferð erlendis kosta mikið,,,,,en ef margir leggjast á eitt og rétta henni hjálparhönd með fjárframlagi,,,þá væru við vonandi að bjarga lífi hennar.  


Reikningur hennar er :  0525-14-102510 kt 090876-5469


Bloggsíða :  123.is/crazyfroggy


Þúsund þakkir.


p.s. Endilega sendið þennan póst áfram ef þið viljið á þá sem þið þekkið,,,ef fleiri geta hjálpað.

Bara 16 þúsund eftir

Hvet alla hafnfirðinga til að kjósa á laugardaginn. Hvert atkvæði skiptir máli...þó það rigni eldi og brennisteini...Wink
mbl.is 600 hafa kosið utan kjörfundar í álverskosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já hann Ragnar

Skrýtin fréttaskrif, eingöngu talað um landeigendur og lögmann en svo kemur allt í einu í restina "að sögn Ragnars"... Hver er Ragnar? Er þetta eitthvað sem allir eiga að vita? FootinMouth
mbl.is Landeigendur Óttarsstaða stefna íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður pistill sem öllum er hollt að lesa.

http://peturty.blog.is/blog/peturty/entry/157590/

 

 


Sá kasti fyrsta steininum...

- mengunaraukning hefur verið kynnt og öllum full ljóst að hún mun aukast en verður samt langt innan allra marka sem nokkurn tíma geta talist hið minnsta skaðleg. Aðalaukningin er í CO2 sem er hnattræn mengun og margoft verið bent á að það skiptir ekki máli hvar í heiminum því er blásið út. Það er hins vegar hægt að vega upp á móti þeirri mengun með ræktun skóga sem við ættum frekar að einbeita okkur að og leggja almennilegan pening í.

- Það er gífurleg þekking og hugvit sem þrífst og þróast innan álvera og í kringum þau. Það sér það hver maður að það að breyta hvítu dufti (súráli) í ál hlýtur að krefjast hátækni, það að hanna og þróa tæki og búnað fyrir álver hlýtur að krefjast hátækni.

-  Isal hefur alltaf bent á þá staðreynd að tíminn eftir árið 2014 sé í óvissu og það eru ekki nýjar upplýsingar.

- Það skiptir máli að setja tölur í samhengi sem fólk skilur og í sambandi við brennisteinsdíoxíð, þá sagði Hrannar í kvöldfréttum klukkan 18 á laugardag að þetta hefði verið gert til að einfalda málið. Hins vegar sé ég ekki að framsetningin á þessu skipti öllu máli þar sem SO2 mengun er mjög lítil hvernig sem tölurnar eru skoðaðar.

- það er staðreynd að það er hvergi annarsstaðar hægt að framleiða ál á vistvænni hátt heldur en á Íslandi.

- þó að endanleg hönnun sé ekki komin fram sagði Hrannar í fréttum að á myndina vantaði enga turna eða skorsteina.

- þeir starfsmenn sem ég þekki hjá Isal hafa talað við sína vini og kunningja í sínum frítíma en fengið aðstöðu hjá Isal til að hringja.

- það eru allir sammála um að það eru 8000 króna ábati af álverinu, en ég bendi á "ÁBATI", það er það sem við fáum umfram það að hafa álver frekar en eitthvað annað. Hins vegar hefur komið skýrt fram að nóg er til af iðnaðarlóðum þannig að þetta "eitthvað annað" rúmast líka í Hafnarfirði, þess vegna er ekki rétt að tala bara um ábatan þegar hægt er að fá bæði. 

- Það hlýtur að vera gott fyrir okkur bæjarbúa að bærinn borgi niður skuldir og fáránlegt að halda því fram að það sé ekki peningur sem hagnast okkur.

 

Ég sé ekki betur en að Sól í Straumi sé rækið mótframboð með stuðningi Framtíðarlandsins, Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Íslandshreyfingarinnar og "huldufyrirtækja" sem þeir virðast ekki ætla að upplýsa.


mbl.is Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ég fer í framboð...

...og kemst í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, ekki nema þrjú ár í það, þá ætla ég að stuðla að byggingu tónlistarhúss sem verður sérhannað fyrir popp og rokkmúsík. Þar verður að sjálfsögðu hægt að spila klassík ef menningarvitum sýnist svo, en einnig verður það leiklistarhús okkar hafnfirðinga, bíóhús og fundarhús. Það er sorglegt að í 24 þúsund manna bæ sé ekki til mannsæmandi fundarstaður. Hafnarborg er reyndar mjög góð, svo ég taki það nú fram, en það er svo mikið gott að gerast þar að hún ræður bara ekki við alla eftirspurnina. Þá er bíóhúsið næst í röðinni sem er að hruni komið. 

Fleiri málefnaflokkar síðar...nógur er tíminn...ennþá...Wink


Er þetta munurinn á konum og körlum?

Vinátta milli kvenna:

Eitt kvöldið kom konan ekki heim.

Daginn eftir sagði hún manninum sínum að hún hefði gist hjá vinkonu sinni.

Maðurinn hringdi í tíu bestu vinkonur hennar en engin kannaðist við neitt.

Vinátta milli karlmanna:

Eitt kvöldið kom maðurinn ekki heim.

Daginn eftir sagði hann konunni sinni að hann hefði gist hjá félaga sínum.

Konan hringdi í tíu bestu vini mannsins.

Átta þeirra sögðu að hann hefði gist hjá þeim, tveir staðfestu að hann væri enn hjá þeim...


Vakna Kimi vakna þú...

Er svona leiðinlegt að keyra þann rauða? Hann dottar bara undir stýri og keyrir næstum útaf. Leiðinlegt að geta ekki talað við neinn allan tímann, en ég hélt bara að það væri betra þar sem karlmenn eru nú ekki frægir fyrir að geta gert tvennt í einu...Wink
mbl.is Räikkönen: „Ég sofnaði næstum því“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband