Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
RÚV af auglýsingamarkaði?
Ég hef ekki alveg myndað mér skoðun á því hvort ég vilji RÚV af auglýsingamarkaðnum. Ég skil vel rökfærslurnar og get auðvitað ekki annað en verið sammála þeim að mestu en hvað gerist ef RÚV verður ýtt þaðan í burtu?
Mér skilst að RÚV sé að undirbjóða aðra þannig að þeir fá ekki nógar tekjur fyrir hverja auglýsingu. Því skil ég það þannig að ef RÚV hættir auglýsingum muni hinir hækka auglýsingagjöld sem þýðir aukin kostnað fyrir auglýsendur. Hver kemur til með að borga þann kostnað? Erum það ekki alltaf á endanum við? Fer ekki kostnaðurinn út í vöruverð? Ef svo er, vildi ég heldur þurfa að borga fyrir Skjá1 heldur en að taka auglýsingar af RÚV og fá ennþá fleiri auglýsingar á Skjáinn, nóg er af þeim þar fyrir. Er réttlátt að allir landsmenn borgi auglýsingar sem þeir sjá ekki? Skjár1 næst ekki um allt land svo þannig yrði það.
Hefur fólk almennt hugsað um þetta eða skrifar það undir bara af því að það er í tísku að mótmæla þessa dagana?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Áskorun
Skorað er á fólk að senda póst á ráðuneytin í dag milli kl. 10 og 12 undirritaðan með fullu nafni og kennitölu og með eftirfarandi texta:
Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraða til samræmis við íslenskan veruleika
Upphafsmanneskjan að þessu átaki er Gíslína Erlendsdóttir á http://www.gislina.blog.is og Þórdís Tinna á http://thordistinna.blog.is en báðar eru að berjast við illkynja krabbamein.
Þið getið sent þetta á ;
Ég læt fylgja með úrdrátt úr bloggfærslu hjá Þórdísi Tinnu sem ætti að vekja fólk til umhugsunar og sýnir fram á að þessi mál eru alls ekki í lagi:
Ég hringdi í lækninn í gær, vantaði læknisvottorð til að fá restina af sjúkrabótunum mínum og eftir það eru það bara örorkubæturnar- jibbíjej- mæli með því að heilbrigðis og líka félagsmálaráðherra fái örorkubætur í lágmark eitt ár og það verði eina framfærslan þeirra. Mikið held ég að það myndi snarbreyta stöðunni og bæturnar yrðu þá kannski loksins viðunandi. Að ætlast til þess að manneskja geti framfleytt fjölskyldu með þessu er algjör firra. Mér sýnist á öllu að ég fái útborgað það sem eftir er minnar ævi 95.000 krónur á mánuði og með þessu á ég að greiða af húsbréfum og greiða fasteignagjöld, hita,rafmagn, síma, viðhald á húsnæði, heilsdagsvistun, mataráskrift í skóla, tómstundir fyrir dóttur mín, fatnað, tannlækningar og lækniskostnað þar með talinn kostnað í sambandi við krabbameinsmeðferðina og svona getur maður endalaust talið. Og þar fyrir utan þá fær maður ekki júníuppbót, orlofsgreiðslur eða desemberuppbót. Og í þessu öllu saman þá lendur maður í vandræðum með að greiða af húsbréfunum og þá fær maður ekki barnabætur eða vaxtabætur- eðlilega ekki vaxtabætur en hvergi á norðurlöndum má snerta við barnabótum því að þær eru jú fyrir BÖRNIN
Með von um góða þáttöku,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. september 2007
Mótmælum öll
Af http://www.blog.central.is/gislina
Þórdís Tinna skrifar í dag á heimasíðuna sína þarfan pistil um trygginga- og bótakerfið, svo gerði einnig Guðrún Jóna fyrr í vikunni. Ég tek að sjálfsögðu undir öll þeirra orð um þetta mál enda sjálf lent í TR gildrunni.
Þar sem í mér rennur bæði franskt blóð og strandablóð á ég það til að æsa mig bæði í orði og á borði um mál sem þessi. Ég skil ennfremur alls ekki afhverju við Íslendingar getum ekki hundskast til að mótmæla í verki í stað þess að tuða hver í sínu horni.
Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.
Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.
Þið sem lesið þetta setjið þetta á bloggsíðurnar ykkar og biðjið jafnframt aðra um að gera slíkt hið sama. Með einhverju svona átaki væri möguleiki að koma skilaboðum til stjórnvalda í verki og láta í ljós óánægju með ástandið. Í stað þess að mæta niður á Austurvöll og mótmæla eins og í gamla daga (sem engin nennir lengur að gera), sletta skyri og láta öllum illum látum, þá notum við nútímatækni til að mynda öflugan þrýsting og höfum fjölmiðla með í för.
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?
sjá blogg Gillíar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir
Langaði að benda ykkur á ótrúlega duglega konu sem er því miður svo óheppin að vera með krabbamein, hún er hins vegar ákveðin í að láta sér batna og ég er viss um að það tekst hjá henni.
http://blog.central.is/gislina
Hana vantar núna hjálp frá okkur til að henni gangi betur að hjálpa sér sjálf. Ef þið vitið um fyrirtæki sem gætu viljað styrkja hana, endilega látið hana vita.
Set hér á eftir síðustu tvær færslur á síðunni hennar.
Styrktarsjóður (Það er Ragna sem skrifar þessa færslu)
Sæl verið þið öll. Ég tók mér það bessaleyfi að skrá mig inn á bloggið hennar Gillíar til að koma smá upplýsingum á framfæri.
Ég er búin að stofna styrktarreikning á hennar nafni fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem vilja aðstoða hana á einhvern hátt. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að fá að umgangast Gislínu nánast á hverjum degi og hafa því margir komið til máls við mig að stofna slíkan reikning. Eftir færslu hennar í gær fannst mér að nú væri rétti tíminn.
Hér koma upplýsingar um styrktarreikning Gislínu
kt. 120161-5559
nr: 513-14-607627
Bestu kveðjur
Ragna mágkona
Vatnsstyrkur
Eins og mörg ykkar vitið þá eru ég og maðurinn minn að fara til Bretlands 11. september að hitta Matthew Manning, breskan heilara sem sagt er að búi yfir sérstökum kröftum sem hjálpar fólki að ná heilsu www.matthewmanning.com. Vinkona mín í Þorlákshöfn spurði mig um daginn hvort ég gæti ekki fengið eitthvert fyrirtæki til að styrkja mig til fararinnar því svona ferðalag kostar hátt á annaðhundrað þúsund. Þótt ég sé ekki fátæk er ég heldur ekki rík og framundan eru launalitilir mánuðir þar sem ég fæ síðustu greiðslu úr sjúrkasjóði VR um næstu mánaðarmót. Þar sem ég var svo óheppin að veikjast í lok síðasta árs á ég ekki rétt á nema 10.000 krónum á mánuði frá TR sem eru örorkubætur, ég fékk heldur ekki niðurfellingu á afborgunum af námslánum þrátt fyrir að læknisvottorðið segði....dauðvona. Ég veit að það er kannski óþarfa eyðslusemi að fara í svona ferðalag en þegar staðan er sú að maður hefur engu að tapa er þörfin fyrir að prófa eitthvað nýtt allri skynsemi yfirsterkari.
Nú langar mig að koma á framfæri hugmynd en hún er sú að ef einhver sem les þetta þekkir til fyrirtækja sem möguleiki væri að fá styrk hjá þá væri ég þakklát ef ég fengi upplýsingar um það og hefði svo sjálf samband. Mér datt í hug að tala við Jón Ólafs vatnskóng því ég þarf að fara með vatn í meðferðina til Matta, auk þess hafði ég ákveðið að færa honum og starfsfólkinu íslenskt vatn í flöskum. Þessi skrif á ekki að taka...ég endurtek...Á EKKI AÐ TAKA....sem beiðni um peninga frá ykkur persónulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Þyrfti eitthvað sterkara en íbúfen
Uppáhalds æfingin er Hausverkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. júní 2007
"brennandi" áhuga
Það er slæmt að horfa á góðan bíl brenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
Samfylkingin í hnotskurn
Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. júní 2007
2.júní í roki og rigningu.
Synti til Hafnarfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. júní 2007
25 stúlkur + - ?
Hvort var hátt í 25 stúlkur í ráslínu eða rúmlega 25 stúlkur, er ekki bara hægt að segja nákvæma tölu ?
Ég fylgist með þessu í laumi þar sem ég þekki deili á hátt í fjórum stelpum, eða rúmlega tveimur, sem gerir þá þremur, en tvær þeirra voru í öðru sæti í sitthvorum flokknum um helgina
24 stúlkur á ráslínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Æi nei
McLaren slapp með skrekkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)