Færsluflokkur: Bloggar

Er þetta að koma?

eggertMér sýnist að það sé allt of langt síðan Eggert hefur brosað, þarf að fara að æfa sig í því, en skemmtilega  bjánalegur á þessari mynd LoL
mbl.is West Ham styrkti stöðuna með sigri á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jebb, mínir menn

aldrei spurning um að þetta tækist, tekur því varla að skrifa frétt um þetta Cool
mbl.is Liverpool komið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín sjálfstæða skoðun.

Ég hef verið svo agalega löt við að skrifa og upptekin við að lesa blogg annarra að ég ætla að setja hér inn grein sem birtist eftir mig í bæjarblaðinu okkar Fjarðarpóstinum á bls.8

Hvað er það að hafa sjálfstæða skoðun? Margir vilja halda fram að sá sem er sammála fjöldanum, eða þeim „stóru", sé ekki með sjálfstæða skoðun. Ef þú ert sammála þessum „stóra" ertu bara að láta kaupa þig.

Margir virðast halda að séu þeir á móti þeim „stóru" sýni það sjálfstæða skoðun. Þegar fólk er farið að vera á móti bara til að vera á móti, er það þá sjálfstæð skoðun? Það er kannski sjálfstæð ákvörðun að ætla að vera á móti en með því hverfur sú skynsemi að meta hvert mál fyrir sig.

Ég hitti manneskju, sem ég taldi alltaf mjög skynsama, fljótlega eftir íbúakosninguna 31.mars. Talið barst að kosningunni og þessi manneskja tjáði mér að hún hefði kosið á móti tillögunni. „Mér finnst bara að við eigum að nýta okkur þann rétt að fá að ráða", sagði þessi mæta manneskja. Ég hváði svo hún gaf mér nánari útskýringar. Henni fannst að ef hún kysi með tillögunni væri hún að gera eins og bærinn vildi að hún gerði og þá væri hún ekki að ráða neinu. Henni fannst að hún væri ekki að ráða neinu nema ef hún kysi á móti. Ég verð að viðurkenna að mér gramdist þetta því þetta tel ég fjarri allri skynsemi.

Mér gremst hinsvegar meira að nú eftir kosninguna rís hver stjórnmálamaðurinn, sérfræðingurinn og spekúlantinn upp hver á fætur öðrum til að útlista hvað þetta var slæm útkoma fyrir Hafnarfjörð, hvað kosningin var seint á ferlinu og hvað stækkun Isal hefði nú haft lítil áhrif á efnahagslífið. Af hverju þagði þetta fólk fyrir kosninguna? Af hverju heldur það ekki áfram að þegja? Skyldi það hafa eitthvað með alþingiskosningar að gera?

Þó ég sé hvorki stjórnmálamaður, sérfræðingur eða spekúlant ætla ég að gefa upp mína sjálfstæðu skoðun fyrir alþingiskosningarnar.

Ég ætla ekki að kjósa S, því þau boðuðu lýðræði með íbúakosningunni en bættu svo við að ef við kysum með tillögunni myndu þau gera allt til að koma í veg fyrir að stækkun yrði að veruleika, lýðræði?

Ég ætla ekki að kjósa V, því þau sögðust virða úrslitin hvernig sem þau yrðu en ef við kysum með tillögunni myndu þau halda áfram að greiða sitt atkvæði á móti öllu sem tengdist stækkun, virðing?

Ég ætla að kjósa þann „stóra", þvi þegar ég sagði mína sjálfstæðu skoðun hafði sá „stóri" kjark til að rísa upp og lýsa yfir að hann væri sammála mér, litlu konunni, og það sem meira er, hann gerði það fyrir 31.mars. Ég ætla að kjósa D.

 

Jóhanna Fríða Dalkvist

Höfundur er íbúi í Hafnarfirði

 


Vorið kemur á þriðjudaginn

Það hefur lítið verið að gerast á blogginu mínu þessa dagana og fer ekki batnandi næstu daga. 

Það kemur hinsvegar til af góðu. Ég ætla að skreppa til Skotlands að sækja vorið. Við ætlum að skella okkur tvö í fyrramálið í heimsókn til hennar systur minnar í Skotlandi  en þar er sko vorið komið og ég ætla að reyna að fá það með mér heim á þriðjudaginn Cool.

Af þeim sökum sé ég mér ekki fært að hafa þessa færslu lengri í bili.

Lifið heil Grin

 

 

 


Ferming og afslöppun

Jæja, þá er páskafríið langþráð framundan og mikið er ég fegin að kosningarnar voru fyrir páska, þá nýtast þeir í afslöppun eftir svolítið klikkaðar vikur.

Á morgun ætlum við skötuhjúin að skjótast austur á Klaustur í ferminguna hennar frænku minnar Katrínar Ingibjargar Dalkvist. Við komum svo heim í fagra fjörðinn á föstudag en förum væntanlega í sveitina svo eitthvað um helgina, anda að okkur sveitaloftinu, liggja upp í loft, lesa bók og hvaðeina sem okkur dettur í hug til að slappa af Cool

Ef að líkum lætur verð ég fjarverandi á blogginu fram yfir helgi, allavega til að skrifa eitthvað, kannski maður lesi smá hjá þeim sem verða duglegir að blogga.

Svo styttist í alþingiskosningarnar, hlakka til að sjá úrslitin úr þeim. Grunar að einn flokkur frekar en annar hafi sótt sér ansi mörg atkvæði á síðustu helgi...og þá er ég ekki að tala um Samfylkinguna eða Vinstri Græna. Hmmm, hverja skyldi ég vera að tala um? Wink

Samfylkingin var og er alltaf að hrósa sér af íbúalýðræðinu sem hún kom á hér í Hafnarfirði en hélt því samt statt og stöðugt fram fyrir kosningarnar hér, að ef við samþykktum stækkun Isal, ætlaði hún samt að gera allt sem hún gæti til að það yrði ekki að veruleika??? Skrýtið lýðræði það FootinMouth

Fulltrúi Vinstri Grænna í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sagði fyrir kosningar að hún myndi virða niðurstöðurnar en ef við samþykktum stækkun Isal myndi hún samt halda áfram að mótmæla og kjósa gegn því sem tengdist stækkun??? Mikil virðing þar á bæFootinMouth

En ég læt þetta duga fyrir páska, er farin í afslöppun Sleeping


Óskhyggja?

Það væri nú óskandi að við værum orðin jafnstór Kópavogi en við erum nú bara 24.111, ég taldi í morgun áður en ég mætti í vinnuna Wink

 

P.s. ég hef eitthvað mistalið, því talan breyttist niður í 24.132, 21 hefur verið farin í vinnu út fyrir Hafnarfjörð áður en ég taldi, eða í frí yfir páskana kannski Cool


mbl.is Íbúar Reykjavíkur voru 117.099 um mánaðamótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpoolari tekur við af Liverpoolara

Jebb, alltaf bestir þessar elskur InLove
mbl.is Gerrard orðinn markahæstur í Evrópukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jebb mínir menn að brillera ;)

Stefnir allt í eitthvað sætt Wink
mbl.is Liverpool á grænni grein eftir 3:0 sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir rauðu að svindla og þá hann Rækki minn?!!!

Svindl eða ekki svindl?

FIA mun grandskoða keppnisbíla í Formúlu 1 mótinu um næstu helgi eftir að McLaren gerði athugasemd um útbúnað Ferrari í fyrsta móti ársins. Talið er að botnplata undir bíl Ferrari og BMW hafi gefið eftir að hluta, færst upp um 5 mm í festingum þegar bílarnir voru á mikilli ferð. Við það minnkar loftmótstaðan og hámarkshraðinn eykst fyrir vikið. Ferrari og BMW útbjuggu sérstakar festingar til að þetta gæti gerst.

Sumir tæknimenn telja að liðin sem beittu þessari aðferð hafi grætt verulega á þessu í keppninni sem Kiki Raikkönen vann. Einn tæknimaður segir í viðtali við Autosport vefsetrið að sum lið hafi notað þessa aðferð í mörg ár án þess að það hafi komist upp. Talið er að allt að helmingur keppnisliða hafi beitt þessari aðferð án þess að upp hafi komist.

,,Ég held að þetta mál hafi áhrif á öll lið, meira og minna. Framendinn hefur verið svona á bílunum í mörg ár. Okkar bíll hefur verið samkvæmt reglum og verður það áfram. Það eru alltaf einhverjir hreyfanlegir hlutir á bílunum, vængir eða annað, sem veldur deilum í upphafi hvers keppnistímabils. Ég skil satt segja ekki hvað það eru búin að vera mikil læti útaf þessari botnplötu...", sagði Alan Permane hjá meistaraliði Renault. Sérfræðingar segja að hreyfanleg botnplata geti bætt tímann í hring um 0,2-0,5 sekúndur í hring. Safnast þegar saman kemur.

Talandi um áróður.

Þessi tölvupóstur barst Hag Hafnarfjarðar í gærkvöld:

Gott kvöld

Tilefni þess að ég sendi ykkur línu, er bréf það sem búið er að bera í hús í Hafnafirði og kennt við bændur á bökkum Þjórsár.

Þegar undirskriftirnar eru skoðaðar kemur í ljós að fæst af þessu fólki á beinna hagsmuna að gæta. Aðeins, að mér sýnist, tveir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, sem sagt búa á jörðum sem ná að Þjórsá og vatnsréttindi hafa ekki verið seld á.

Annars er þarna mest fólk sem býr fyrir neðan allar virkjanir og svo gamalmenni sem ekki stunda búskap lengur. Það eru ekki nærri allir á þessum lista sem eiga land að Þjórsá.

Með baráttu kveðju
Guðmundur Sigurðsson
Reykhóli Skeiðum

Þetta fannst mér afar athyglisvert og hafði samband við Guðmund. Hann sagði mér þetta til viðbótar:

Það er nú því miður svo að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar eiga til að skreyta sig ýmist með fölskum eða sviknum fjöðrum. Það er alveg dæmigert að eins og með þetta bréf sem þeir komu af stað, að gera það á þeim tíma að erfitt er að koma vörnum við og látið líta svo út að þarna sé um einhvern meirihluta að ræða.

Staðan er sú hjá okkur sem búum við Þjórsá, að hún var gegnum aldirnar búin að herja á lönd, brjóta bakka og flæða um með tilheyrandi skaða. Eftir að farið var að virkja inn á fjöllum hefur þetta mjög breyst til batnaðar, hún er orðin mun rólegri og fastari í farvegi. Það kemur til út af því að framburður hefur minnkað mikið svo hún er hætt að hlaða undir sig.

Með þessum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri Þjórsá mundi hún vera endanlega beisluð í farvegi og landvinningar hefjast hjá mörgum þeim sem eiga land að henni, þar er jafnvel um að ræða hundruð hektara sem er möguleiki að endurheimta.

Kjósum rétt í dag kæru hafnfirðingar, segjum „JÁ“

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband