Föstudagur, 12. janúar 2007
Nauðsynlegur punktur í umræðuna um stækkun Alcan
Viðtal við Rannveigu Rist í Viðskiptablaðinu í dag. Þar kemur fram nausynlegur punktur sem lítið hefur sést í umræðunni um stækkun Alcan.
"Rannveig segir jafnframt að athugasemdir íbúa hafi komið á elleftu stundu en undirbúningur fyrir stækkun álversins hófst árið 1999. "Hinn lögformlegi farvegur svona verkefna er skýr og felur í sér ítarlega kynningu með tilheyrandi kæruferli þar sem hægt er að leggja fram athugasemdir formlega. Í okkar tilfelli kynntum við sjónarmið okkar og fyrirhuguð áform ýtarlega þegar við fórum í gegnum umhverfismat árið 2002 og aftur þegar við fengum starfsleyfi 2005," segir Rannveig. Íbúakosningin í Hafnarfirði er hin fyrsta þar sem kosið er með beinum hætti um framtíð einstaks fyrirtækis í sveitarfélagi með þessum hætti."
http://www.vidskiptabladid.is/index.php?menu=news&sub=&id=31776
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.