Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Alcan - Gleðifréttir
Þá vitum við hvað kom út úr skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Alcan um viðhorf fólks til stækkun Alcan. 51% á móti og 39% með. Aðalástæður þess að fólk er á móti eru sjónmengun og loftmengun.
Þetta kalla ég gleðifréttir og gladdist því ósegjanlega þegar ég heyrði þetta.
Undanfarið hefur nánast eingöngu heyrst frá þeim sem eru á móti stækkun og það hefur heyrst hátt í þeim. Það er mjög gott að fólk láti í sér heyra en af því sem hingað til hefur verið sagt, er allt of margt sem hefur verið fullyrt án þess að fólk kynnti sér málin til hlýtar. Orðatiltækið Það glymur hæst í tómri tunnu hefur átt of vel við margar umræðurnar.
Þess vegna trúi ég að stór hluti af þessu 51% hafi verið að taka ákvörðun á röngum forsendum. Nú hinsvegar þegar búið er að ákveða kosningadaginn er mun auðveldara fyrir alla aðila að fara markvisst í það að kynna íbúum Hafnarfjarðar staðreyndir.
Ég trúi því líka að fólk sé það ábyrgt að það taki ekki ákvörðun af tilfinningu heldur eftir staðreyndum. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að standa fyrir lokun álversins í Straumsvík. Það varðar líf þeirra 500 starfsmanna sem vinna í Straumsvík og fjölskyldur þeirra og að auki langt yfir 1000 manns til viðbótar sem eru verktakar og fjölskyldur þeirra.
Mig langar núna til að biðja fólk um að draga djúpt andan og hlusta vel á þær staðreyndir sem eiga eftir að koma betur í ljós á næstu dögum og vikum og taka svo ákvörðun samkvæmt því. Við þurfum ekki að taka ákvörðun fyrr en 31.mars, svo við skulum nýta þann tíma í að lesa okkur til og hlusta á þá sem vita mest um málið. Það er ekki veikleikamerki að skipta um skoðun, þvert á móti, það er styrkleiki og gerir mann að meiri manni að viðurkenna mistök sín og leiðrétta þau.
Ætla að enda á góðum orðum sem rektorinn minn Svafa Grönfeldt sagði: Hamingja er það þegar það sem maður hugsar, segir og gerir fer saman .
Athugasemdir
Sæl, Jóhanna
Góð túlkun á könnun þegar hún verður birt munt þú sjá hvað mikill misskilningur er hjá mörgum er svöruðu, á þeim liðum verður tekið á með frekari upplýsingum um efnið.
Kv.Svig.
Rauða Ljónið, 25.1.2007 kl. 19:55
hæ Jóhanna, það var gleðilegt við þessa könnun að aðal ástæðan við neikvæðni við þessa stækkun skuli vera sjónmengun og loftmengun, ég bý eins nálægt álverinu og hægt er og er á þriðju hæð og sé bara rétt á þakið á kerskálunum, en sjálfsagt mun ég sjá fleiri byggingar ef stækkað yrði, það væri ekki sjónmengun, því ekki mengast ég við þá sjón, ps: vill láta vita að ég gerðist hafnfirðingur og flutti á vellina bara vegna þess að ég vinn hjá alcan, og borga mitt útsvar til hafnarfjarðar
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:47
Hefur þér nokkuð dottið í hug að fara út í pólitík
, ekki lengi að stylla tap stöðu yfir í sigur
.
En munurinn á þessu bloggi hjá þér og þegar pólitíkusar gera tap að sigri er sá að ég held að það sé mikið til í þessu hjá þér
Ágúst Dalkvist, 25.1.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.