Valkvölin milli valds og vaxtar

Þetta var umræðuefni í skólanum í vikunni. Það var í því samhengi að vera með fyrirtæki í örum vexti en vanta fjármagn. Þá kemur upp sú staða hvort maður eigi að fá fjárfestir eða fjárfesta til að koma inn og kaupa hlut og selja honum/þeim þar með völd til að fyrirtæki manns geti vaxið. 

Annað viðhorf kom þó fram frá manni sem hafði staðið í þessum sporum, það sem aðrir kölluðu að selja völd fyrir vöxt. Hann hinsvegar benti á það að hann hafi allan tímann fengið að ráða, þ.e. hann missti aldrei völdin þó hann ætti ekki nema lítinn hlut í fyrirtækinu sjálfu. Þetta var reyndar mjög sérhæft fyrirtæki þannig að hans þekking var stór hluti af því, af því leiddi að fjárfestarnir leyfðu honum að fara sínar leiðir, enda er þetta mjög stórt fyrirtæki í dag. Hann benti líka á að þetta væri mjög gott að hafa hluthafa sem spyrja sífellt spurninga "af hverju gerir þú þetta svona", "hvenær verður þú búinn með þetta", "af hverju er þetta ekki búið" og svo framvegis. Það varð til þess að hann þurfti alltaf að hafa rök fyrir öllu sem hann gerði en ekki bara að þetta væri tilfinning, hann þurfti líka að vita upp á hár hvenær ákveðin verkefni myndu klárast og gat því ekki hugsað að þetta klárast bara þegar það klárast. Hann sagði að eiginlega væri best að hafa sem leiðinlegasta hluthafa, því þeir eru sífellt að argast í að fá rök fyrir öllu.

Niðurstaðan varð því sú að þessi valkvöl á ekki alltaf við en virðist hinsvegar oftar eiga betur við í stjórnmálunum. Þar berst fólk fram og aftur um völd sem verður svo jafnvel til þess að vöxtur flokksins geldur fyrir. Þyrftu stjórnmálamenn ekki aðeins að hugsa, "hvort vil ég fá völd núna strax og berjast fyrir þeim eða að leyfa flokknum mínum að stækka". Þurfum við ekki stundum að gefa eftir völd fyrir vöxt ? Manneskja sem sér það hjá sjálfri sér að nú sé betra að gefa völd fyrir vöxt, mun vaxa sem manneskja í staðin og þá er líklegra að völdin komi að sjálfu sér seinna.

En bara pæling... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband