Laugardagur, 27. janúar 2007
Ertu KR-ingur ?
Átta ára gamall var Hermann í tíma í Vesturbæjarskóla þar sem eftirfarandi samtal átti sér stað:
Kennarinn: Allir sem eru KR-ingar rétti upp hönd (allir nema Hermann rétta upp hönd)
Kennarinn: Hvað er þetta Hermann. Ertu ekki KR-ingur ?
Hermann: Nei, ég er Fylkismaður þar sem báðir foreldrar mínir eru Fylkismenn.
Kennarinn: Það er ekkert annað, segjum sem svo að báðir foreldrar þínir væru hálfvitar hvað værir þú þá ?
Hermann : Þá væri ég líklegast KR-ingur
Athugasemdir
frábær brandari, hló soldið, en vill smá blogg um frjálslynda, varla ertu þar?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.