Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Hvað þarf að gerast?
Takk fyrir góðar athugasemdir við bloggið mitt um vinnutíma kennara, hvet ykkur hin til að lesa þær.
Hvað þarf að gerast til að kennarar fái að minnsta kosti það sem þeir hafa samið um og eiga rétt á ?
Þarf að koma ný framvarðasveit sem gerir eitthvað í málunum ?
Hvernig stendur á að það er hægt að brjóta á rétti þessa fólks án þess að nokkur gerir neitt ?
Er það af því að við vitum að þetta fólk leggur sig alltaf jafn mikið fram við vinnuna hvort sem það fær allt eða ekkert ?
Þurfa virkilega að koma til uppsagnir eins og gerðist hjá leikskólakennurum þannig að ekki verði hægt að manna skólana og því verði að senda börnin heim ?
Til ykkar sem ráðin hafa...KOMASO...
![]() |
Kennarar mótmæla launum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að hugsa til þess að prestar fái meira en tvöföld byrjunarlaun kennara. Sýnir hvað það er mikil brenglun í launakerfi ríkisins, að meta vinnu presta meira en kennara. Maður spyr sig hvor stéttin gegni eiginlega mikilvægara hlutverki í samfélaginu!?
Sumarliði (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:23
Það er svo merkilegt hvernig stéttfélög vinna með sumum stéttum en á móti öðrum. Í flestum stéttum eru þetta lágmarkskjör (ólöglegt að greiða minni laun) en í kennarastéttini eru þetta akkrat launin sem kennarar fá greitt. Skólar og bægjarfélög myndu lýklegast borga þeim minna ef það mætti.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:39
Prestum er sennilega ætluð hærri laun þar sem þeir höndla bæði með lifendur sem dauða. Það kallar jú á tvöföld laun ekki satt?
Að öllu gríni slepptu eru kennarar síst öfundsverðir af launum sínum og vonandi að þeir fái leiðréttingu mála sinna í þeim efnum. Hvernig svo sem allt fer í þessum málum er samt óskandi að umræðan detti ekki ofaní þann leiðindapytt að fólk fari að karpa um það hvaða stétt manna og kvenna sé meira mikilvæg fyrir þjóðfélagið. Það er alveg jafnmikilvægt að uppfræða æsku landsins og að jarðsetja þá sem þess þurfa. Fæst komumst við hjá því að þurfa hvort um sig og öll erum við jafnmikilvæg, þó launaumslögin séu misþrútin.
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2007 kl. 15:40
Ég er sammála því að það er í það mesta en tel þó að prestar gegni mjög mikilvægu starfi. Margir vinna mikið og gott starf í æskulýðsmálum, sálarhjálp og fleiru. Hinsvegar er ég hrædd um að prestar komist frekar upp með að sinna ekki starfinu alltaf eins og skyldi. Tek þó fram að ég veit ekki hvers nákvæmlega er ætlast til af þeim, kannski eru hinir bara að gera mikið umfram það sem beðið er um.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 15:41
Kæra Jóhanna.: Ekki detta í þennan gírinn. Það endar bara með leiðindum. Ákkurat þetta sem ég var vinsamlegast að falast eftir að gerðist ekki. Að etja saman stéttum í kjarabaráttu er slæm latína, sem hugnast einungis þeim sem þið ætlið að semja við.
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2007 kl. 15:48
Það var nú ekki ætlun mín að etja neinum saman enda tek ég fram að ég tel presta vinna mikið og mikilvægt starf og hef ekkert út á þeirra laun að setja, veit þó að þeir eru ekki yfirborgaðir nema síður sé. Vil líka taka fram að í fljótfærni minni þá var þessi setning um presta sem sinntu ekki starfinu alveg sem skyldi eingöngu hugsuð út frá einum presti sem ég þekki vel til.
Laun kennara eiga heldur ekki að fara eftir því hvað aðrir eru með heldur eftir því hvað laun annarra hafa hækkað mörgum sinnum meira en þeirra, bæði hlutfallslega og í krónutölum. Eins og hefur komið fram voru kennarar með svipuð laun og þingmenn hér á árum áður, svo mikils var starf þeirra virt.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 15:57
Ég hef alltaf dáðst að kennurum og finnst þeir vinna frábært starf. Einnig hefur nákominn ættingi minn verið starfandi prestur lengi og ég veit hversu rosalega erfitt og krefjandi prestsstarfið getur verið. Það er miklu ótrúlegra en ég hefði nokkurn tíma búist við.
En mín spurning er einföld ... gæti einhver sagt mér hvað grunnskólakennarar eru að fá í laun í dag? Þau eru jú mismunandi eftir menntun og starfsaldri væntanlega, en hvað er nýútskrifaður kennari í grunnskóla að fá í mánaðarlaun, og hvað er kennari sem kennt hefur í 10 eða 20 ár að fá í laun?
Ég spyr bara út af forvitni, ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:02
Sæl, Jóhanna. Nú eru grunnskólakennarar að berjast fyrir leiðréttingu launa sinna og vísa í aðrar stéttir sem fengu leiðréttingu á launaliðum í júní 2006 og leggja áherslu á kröfu um að launakjör þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar frá júní 2006.
Kennarar vinna fórnfúst starf bæði sem uppalendur baran okkar og sem lærifeður, þegar skálatíma líkur tekur heimavinna við, það er mikið lagt á kennara í starfi sínu og gerðar oft á tíðum meiri kröfur á stétt þeirra en margra annara ,ég þekki að eins til þar sem systir mín og mákona eru kennarar og sé hvað þær leggja mikið á sig við kennslu og þann tíma sem fer í heimavinnu þegar skólatíma líkur og sór hluti þeirrar vinnu er ómældur í launum.
Ég vill hvetja þá sem ráð laukajörum kennara að leiðrétta laun þeirra í samræmi við það sem aðrar stéttir fengu í júní 2006. Á fram kennarar Rauða Ljónið Stendur með ykkur.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 13.2.2007 kl. 16:39
Jóhanna. Málið er nákvæmlega þetta sem þú spyrð um. Það er eitthvað í samningaferlinu ekki í lagi.
Við í kennarastörfunum eigum að fara vandlega yfir okkar feril og heimta svipað verði hjá sveitarfélögum. Annars er ég búinn að blogga á minni síðu, um svipað mál sem gaman væri að heyra þína skoðun á.....
Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 20:04
Endilega kíktu á síðuna mína aftur. Sáttur við athugasemdina um gærdaginn, vill þú skoðir hugmyndirnar fyrir kennarana!
Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 21:22
Mig langar til að setja hér sem ath. sem skýrir hvers vegna LN getur haldið launum kennara í þessari gíslingu sem þeir vissulega sína aftur og aftur. Þessa samþykkt er að finna á heimasíðu Samband íslenskra sveitafélaga. Vissulega svolítið löng lesning en þar kemur skýrt fram að ef sveitafélag hyggst borga kennurum betur en samningurinn kveður á um þá er það búið að segja sig úr Launanefnd sveitafélaga.
Samþykktum LN var breytt á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. mars 2000 með það að markmiði að styrkja stöðu hennar gagnvart samningsaðilum sínum og til að forðast það að umboð hennar verði ekki virt af sveitarfélögum. Í framhaldi af því voru gerð sérstök samningsform sem þau sveitarfélög hafa skrifað undir sem veitt hafa nefndinni samningsumboð. Í þessum samningum er m.a. að finna eftirfarandi ákvæði:
„Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta samþykktum Launanefndar sveitarfélaga og þeim kjarasamningum sem nefndin gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum og eru breytingar, viðbætur og frávik, s.s. kerfisbundnar yfirborgarnir sem byggja á launategundum kjarasamnings á gildistíma hans, óheimilar án samþykkis launanefndar.
Launanefnd sveitarfélaga mun á grundvelli þessa umboðs sem hún hefur frá sveitarfélaginu annast allar kjarasamningsviðræður við viðkomandi stéttarfélög, ganga frá kjarasamningi, annast útgáfu hans í samráði við viðkomandi félag, vinna að framkvæmd einstakra þátta á samnings- tímanum eins og við á og túlka og aðstoða sveitarfélagið að öðru leyti við framkvæmd viðkomandi kjarasamnings.
Ef sveitarfélagið rýfur að mati launanefndar þá skuldbindingu sem hér að framan greinir gagnvart einhverjum þeim kjarasamningi sem hún hefur umboð til að semja um fyrir sveitarfélagið mun Launanefnd sveitarfélaga, án bóta eða endurgreiðslu á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í rekstrarkostnaði nefndarinnar vegna gerðar viðkomandi kjarasamnings, skila öllum kjarasamningsumboðum sem sveitarfélagið hefur veitt henni og hætta þjónustu við það á sviði kjaramála. Þannig munu öll ákvæði sem lúta að hlutverki Launanefndar sveitarfélaga í viðkomandi kjarasamningum falla niður gagnvart viðkomandi sveitarfélagi og verður þá sveitarfélagið ábyrgt fyrir viðkomandi þáttum við framkvæmd kjarasamninga án afskipta launanefndar.“
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 13.2.2007 kl. 22:14
Takk fyrir innleggið Þorgerður og takk til ykkar hinna líka.
Það þarf greinilega eitthvað mikið að breytast í þessu máli til að kennarar fái sæmandi laun. Það er hreint með ólíkindum að sveitarfélag megi ekki bjóða hærri laun þó það gæti það og vildi það...ég er eiginlega orðin orðlaus í bili.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 22:27
Ég er í fræðslunefnd í minni heimabyggð og hér er einmitt þessi vandi. Alltof fáir lærðir kennarar við skólann og sveitarfélagið má ekki bjóða í þá, annars semur launanefndinn ekki fyrir okkur aftur.
Var líka samið svo hlægilega að kennarar og skólastjórar í litlum skólum út á landi fá lægri laun sem gerir það að verkum að erfiðara er að fá kennara út á land.
Það hlýtur að vera markmið okkar allra að fá góða kennara til starfa og reyna að hafa þá ánægða í starfi.
Ágúst Dalkvist, 13.2.2007 kl. 22:42
Takk fyrir kennaraumræðuna. Ég kom með komment hér á undan í umræðunni.
Ég vil aðeins leggja orð í belg af því það er spurt. Þorsteinn G. Jónsson spyr hvað kennarar séu með í laun. Mér finnst gott að einhver sem er að taka þátt í umræðunni um launamál kennara spyrji að þessu því ég minnist þess ekki að hafa séð það fyrr að einhver spyrji, því það virðist vera þannig að allir telji sig vita hvað kennarar hafa í laun. Gott hjá þér Þorsteinn.
Ég ætla að svara þessari spurningu en.... ekki strax. Fyrst vil ég fá svör við annarri spurningu: Hvað haldið þið að kennarar séu með í laun?? Það er mjög gott að þeir sem vita það ekki, giski á töluna. Reynið að svara spurningu Þorsteins hér fyrir ofan svo skal ég gefa ykkur upp launin.
Svona til að fyrirbyggja allan misskilning og þrætur þá er vinnuvikan hjá kennurum 40 stundeir eins og hjá öðrum og þeir hafa jafn langt sumarfrí og aðrir launþegar í landinu 24-30 virka daga eftir starfsaldri.
KOMASVO!! (eins og sagt er hér)
Kveðjur Jóhannes
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:34
Ég veit ekki hvað kennari með venjulega kennslu hefur í laun. Ég þekki aftur á móti konu sem vann við kennslu þar til í nóvember og var með allskonar bónusa sem ég kann ekki að nefna, en hún var einhver stjóri og eitthvað meira, hún var að hafa það lítið upp úr þessu samt þannig að ég efast stórlega um að kennarar nái í útborguðum peningum mikið meira en 150.000
Kannski er ég alveg út úr kú núna en þetta er mitt gisk.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 14.2.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.