Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Fyrirsögnin minnti mig á "uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa".

En í dag er að byrja utankjörfundaratkvæðagreiðsla þar sem kjósa á um stækkun Alcan í Straumsvík. Ég er búin að gera upp hug minn eins og margir vita en ég ætla að bíða með að kjósa þangað til stóra daginn 31.mars.

Hvet alla Hafnfirðinga til að kjósa en kynna sér staðreyndir áður en þeir taka ákvörðun um málið.

Við erum ekki að kjósa um virkjun Þjórsár og við erum ekki að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með því að stækka ekki í Straumsvík, því álið verður framleitt einhversstaðar annarsstaðar ef við gerum það ekki. Þá er bara spurning um hvar það verður framleitt hvort það mun hafa meiri áhrif á hlýnun jarðar eða sömu áhrif.

Eigið góðan dag

P.s. vildi hengja færsluna við fréttina, þess vegna kemur hún aftur hér  


mbl.is Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna stækkunar álvers hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

hahaha já það gæti passað

Jóhanna Fríða Dalkvist, 15.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband