Laugardagur, 17. febrúar 2007
Kaffidrykkjan mín
Já þetta er nú efni í heila sögu, ja allavega í heilt blogg...hvað er annars heilt blogg...hmmm.
En já ég hef ekki verið mikil kaffidrykkjumanneskja í gegnum tíðina, hef það er að segja aldrei orðið háð því, fyrr en kannski núna. Ég byrjaði að drekka kaffi fyrir rúmum fimmtán árum eða í nóvember 1991, en þá var ég í fyrsta og eina skiptið atvinnulaus og stóð það í heilan mánuð. Veit ekki alveg af hverju ég eiginlega byrjaði að drekka kaffi vegna þess, en það er samt ástæðan, hversu skrýtið sem það hljómar.
Hinsvegar hef ég ekki drukkið kaffi að staðaldri síðan en samt nokkuð jafnt núna síðustu ár. Er þó bara nýfarin að laga mér kaffi heima hjá mér, drakk alltaf bara kaffi í vinnunni, skólanum og hjá einni vinkonu minni. En til að gera langa sögu stutta og koma að því sem mig langar að spyrja ykkur að, þá byrjaði ég á síðasta ári að drekka kaffið alveg svart, var komin niður í undanrennuna (hljómar vafasamt) og ákvað því að sleppa því alveg að setja eitthvað útí. Fyrir þremur vikum síðan byrjaði ég aftur að nota mjólk og þá kem ég að punktinum mínum. Mér finnst best að nota mjög litla mjólk og var í vandræðum að fá nógu litla mjólk til að blandast saman við kaffið í glasinu án þess að nota skeið. Þá datt mér það snjallræði í hug að setja mjólkina alltaf á undan kaffinu í glasið. Ég segi það og skrifa, þetta er algjör snilld og fáránlegt að þetta geri ekki allir. Hvaða "lógík" er í því að setja kaffið á undan og þurfa svo að hræra í? Auðvitað setur maður fyrst mjólkina og svo kaffið og ekkert vandamál, eins og þetta er nú stór hluti af vandamálum heimsins í dag
Góðu fréttirnar í dag að Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfunni, ÁFRAM HAUKAR
Athugasemdir
Bannað að hlæja ... en ég finn mun ef mjólkin fer á undan og finnst kaffið verra! Það er algjört möst að kaffið komi fyrst, síðan góð skvetta af nýmjólk eða kaffirjóma! Mamma er reyndar háð því að setja mjólkina á undan í eigið kaffi og ég þarf að vera vel á verði svo að hún færi mér aldrei slíkan hrylling!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.