Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Ég og heilinn minn
Þó það væri ekki nema bara vegna nafns lagsins hans Dr Gunna og Heiðu þá finnst mér að það hefði átt að vinna "júróið", me and my brain, are going in sane, together sem ein heild, já virkar vel, svo er Heiða alltaf svo skemmtileg og er ein og sér algjör hamingjubomba.
Ég er mjög sátt við lagið hjá Eiríki og hlakka til að sjá hvernig gengur hjá okkur 10.maí, eigum alveg séns, alltaf að vera bjartsýn, ég meina við unnum frakka um daginn í handbolta, aldrei að segja aldrei.
Ég á mikinn söngferil að baki og svo ég nefni aftur bræður mína þá dáðist eldri bróðir minn alltaf að mér þegar við vorum krakkar að ég gæti sungið alveg eins og var gert í útvarpinu...en það er nú ekki lengur...hvorugt...ég get ekki sungið eins og í útvarpinu og bróðir minn er löngu hættur að dást að söngnum hjá mér, aðallega að dást að söngnum hjá sjálfum sér núna...en hann er líka einn um það hehehehehe
Athugasemdir
Smekkur manna þroskast með árunum ;)
Ágúst Dalkvist, 19.2.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.