Ekkert nema samsæri

Held að þetta styrki nú ekki stöðu hans í liðinu að tala svona. Ég hef hins vegar alltaf verið á móti því þegar annar ökumaðurinn á að vera númer 1 hjá liðinu. Fór frekar í pirrurnar hjá mér þegar Sjúmmi hafði í samningunum hjá sér að vera númer eitt og þóttist svo vera voða sorry þegar Barrichello var sagt að hleypa honum framúr. Ég reyndar hef mikla trú á Kovalainen og trúi því að hann þurfi ekkert svona til að vera betri en Fisichella, held að Fisichella sé eitthvað að reyna að tryggja sig upp á þegar hann verður á eftir Kovalainen að hann hafi þá einhverja afsökun. 

Þetta virðist hinsvegar vera ótrúlega ríkt í okkur mannfólkinu að hugsa um allt sem samsæri og svik, sé reyndar alltaf Örn Árnason fyrir mér þegar ég hugsa um samsæri Cool


mbl.is Fisichella: Renault gerir hugsanlega upp á milli ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fisichella hefur ekki verið að sýna neitt þessi tvö ár sem alonso var númer eitt hjá liðinu.  Ef Kovalainen blómstrar ekki þá eru renault menn í djúpum....

Steinþór Ásgeirss (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband