Góður pistill

Hér er hluti af góðri grein, rituð af Guðjóni Sigurbjartssyni, er í heild sinni hér, hvet ykkur til að lesa.

 

Orkan okkar er mengunarlítil orka sem dregur úr notkun kola og olíuknúinna orkuvera í öðrum löndum. Hjá okkur snýst mengunarþátturinn fyrst og fremst um sjónræna mengun. Það er gott að vernda fallega náttúru en umræðan hér hefur á tíðum verið mjög öfgakennd af hálfu náttúruverndarsinna. Umhverfisyfirvöld eiga að sjálfsögðu að gæta þess að fallegri náttúru sé ekki spillt og hlusta þarf á einstaklinga og náttúruverndarsamtök. En umræðan þarf að vera laus við fáránlega þjóðrembu og yfirdrifna rómantík. Landið er okkar og við eigum að nota það eins og okkur hentar en að sjálfsögðu huga vel að umhverfisþáttum.

Hugsum okkur að meðalhiti væri hér svipaður og í Frakklandi. Þá byggju hér nokkrar milljónir manna og nokkrar stórborgir væru á landinu, m.a. á miðhálendinu. Það er út í hött að halda að allt geti hér verði óbreytt um aldur og ævi. Landið mun væntanlega smám saman verða fjölmennara þó hitinn sé eins og hann er og menn munu þurfa að nýta landið. Það á auðvitað að vernda viss svæði en nota önnur með eðlilegum og snyrtilegum hætti. Framtíðin ber í skauti sínu tækifæri til að njóta náttúrunnar með ýmsum hætti, bæði hér heima og annars staðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband