Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Get bara ekki þagað lengur
Mér finnst þetta algjörlega hreint með ólíkindum. Aumingja fólkið varð að skrifa undir yfirlýsingu um það að það myndi ekki særa eða koma illa fram við aðra gesti hótelsins, að það myndi ekki brjóta lög o.s.frv. HVERJIR AÐRIR HAFA ÞURFT AÐ GERA ÞETTA
Verður það stefnan í framtíðinni, að "skoðanalögreglan" verður á Keflavíkurflugvelli að láta fólk sem kemur til landsins skrifa undir svona yfirlýsingar og ef einhverra hluta vegna að þeim líki SAMT ekki við viðkomandi að þá skuli hann bara vinsamlegast hundskast úr landi, því við tökum ekki við "svona" fólki.
...ha en ég ætlaði ba...
...já nei góði minn, út úr landinu með þig.
...já en...
...já "svona" fólk eins og þú fær bara ekki að koma hér inn
...já en ég...
...ekkert "já en" kjaftæði, út með þig, mér finnst þú ljótur
Ég segji nú ekki annað en að nú eru öfgarnar komnar út í öfgar.
![]() |
Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þessvegna er allt í lagi að banna öllum að koma. Nú ef Falun Gong eða einhver samtök sem eru eitthvað lík þeim koma aftur þá getum við með góðri samvisku sparkað þeim heim aftur.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 19:23
Ég var líka á móti því að Falung Gong væri vísað úr landi og fannst það fáránlegt, held að það hafi verið pólitík og ekkert annað. Ég hélt að mottó flestra væri að læra af mistökunum en ekki "eftir ein mistök, gerum fleiri eins"...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.2.2007 kl. 19:25
Er þetta ekki dálítil helgislepja ? Það er selt klám á hótelinu, sem það hefur tekjur af, og klám er vaðandi allsstaðar í þjóðfélaginu, bara á næstu bensínstöð. Hótelið fær auðvitað verðlaunin: Hræsnari ársins.
NL (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:21
Falun Gong var ekki vísað úr landi. Hins vegar var komið í veg fyrir það, að meðlimir F.G. gætu óvirt erlendan þjóðhöfðingja í opinberri heimsókn. Mat á óvirðingu, eða hvað væri óvirðing, var valdi kínverskra yfirvalda. Hvort að íslenska hóran lagðist undir kínverska alþýðulýðveldið, með aðgerðum yfirvalda, er auðvitað ekki spurning.
NL (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:31
ég vil REGLUR UM KLÁM Á ÍSLANDI, en þetta er ekki íanda okkar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:36
Já það er reyndar góð hugmynd, hefði nú verið hægt að bjóða þeim það svæði til að nýta það. Þá hefðu þau getað auglýst þetta sem alvöru ráðstefnu (en ekki bara "gathering") og fengið nokkur þúsund manns hingað. Endurskoðum málið og markaðssetjum hugmyndina
Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.2.2007 kl. 22:22
Jafnframt magnað hversu oft er talað um að þjóðin hafi unnið. Ég vann ekki neitt, ég var ekki spurður....þrýstihópar og pólitíkusar vaða uppi og fá sínu framgengt með ólýðræðislegum og ómálefnalegum hætti. Held að ég endurskoði mitt atkvæði í næstu kosningum.
Ef þið viljið fá raunhæfa mynd af því sem þjóðin vill, hafið þá þjóðaratkvæðagreiðslu, hættið að bera upp á okkur eitthvað sem ekki er rétt.
Annars veit ég ekki betur en megnið af þjóðinni hafi bara verið alveg sama skv. könnun sem gerð var í fréttablaðinu, ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það þar sem ég sá hana ekki sjálfur.
Ellert Júlíusson, 23.2.2007 kl. 13:10
Í sambandi við Falung Ging gang gúllý gúllý eða hvað þeir heita, þá verður fólk auðvitað að skoða þetta pólítískt.
Af hvorum er hægt að hafa meira upp úr? Kínverjunum eða leikfimishóp?
Auðvitað kínverjunum og þar sem Ísland er alls ekki nógu stórt fyrir þá báða þessa hópa þá varð sá sem minna er að hafa af, að yfirgefa samkvæmið.
Sorglegt og einfalt fyrir Falung Ging gang gúllý gúllý
Dante, 23.2.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.