erfitt að venjast

Voðalega á ég bágt þessa dagana. Ég hélt með Hakkinen á sínum tíma og svo Raikkonen þegar hann tók við. Það var mjög auðvelt þar sem Raikkonen kom til McLaren, var Finni og skemmtilegur ökumaður.

Núna held ég með Raikkonen en á agalega erfitt með að venjast því að hann sé komin til þeirra rauðu (þó Liverpool sé rautt þá er ég ekki svona rosalega rauð). Ég get alls ekki haldið með Massa, finnst hann bara ekki skemmtilegur og á rooooosalega erfitt með að halda með Ferrari. Ég hef reyndar ákveðið þar sem ég er svolítið skotin í Kovalainen, að sjá hvernig það komi út að halda með honum til vara og Renault sem liði, þá gæti ég losnað með tímanum frá honum Rækka mínum og þarf ekki að hugsa meira um þá rauðu.

Ég veit það verður sárt en stundum á fólk bara ekki samleið lengur...Undecided


mbl.is Ferraribílarnir fremstir í Barein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvað eru margar konur ökumenn í Formula 1?

 Bara spyr.

Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

engin kona enn, hefur þó staðið til að kæmi kona en ekki orðið að því, kannski seinna. Eru sjálfsagt bara ekki orðnar nógu góðar í þessari íþrótt.

Annars sé ég ekki af hverju það þyrfti endilega að verða, konur þurfa ekkert endilega að vera allsstaðar

Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.2.2007 kl. 22:20

3 identicon

Hæhæ Jóhanna, ég bara trúi ekki að þú sért farin að halda með Ferrari..... ég hélt einu sinni að maður héldi með ökumanninum og myndi fylgja honum, en ég hef áttað mig á því núna að það er bara ekki hægt, jafnvel þó svo að ég hafi verið óskaplega hrifinn af Räikkönen þá bara......... Ferrari..  nei takk ! ég er nú bara að verða skotinn í Hamilton...........

Kv, Siggi 

Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Hahaha, já ég veit, þetta er ekki gott og mér líður ekki vel yfir þessu, enda eins og ég sagði, býst ég við að Renault og Kovalainen verði þeir sem ég kem til með að halda með, það er svo agalega erfitt að halda með Raikkonen ef Fe... þessir rauðu fylgja með...það er hreinlega bara vont.

Ég er stolt af þér Sigurður og takk fyrir að gefa mér smá spark ;) 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.2.2007 kl. 08:06

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Hvað með að halda með McLaren og Alonso? Hann er skemmtilegur. Eða halda sig við Raikkonen án þess að halda með Ferrari sérstaklega. Þetta er jú einnig keppni ökuþóra.

 Annars á Raikkonen eftir að gera góða hluti hjá Ferrari, spái því.

Sigurjón Sveinsson, 23.2.2007 kl. 16:52

6 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

einmitt það sem ég ætlaði að prófa, að halda með Raikkonen án þess að halda með Ferrari, það eru bara allir að skamma mig og segja að ég geti það ekki Mér hefur bara ekki fundist McLaren vera að standa sig síðan og áður en Hakkinen fór og það var bara Raikkonen sem hélt mér hjá þeim, en jú ég ætla að byrja á Raikkonen og horfa með öðru auganu á Kovalainen, finnst hann svaka efnilegur, svo er hann líka Finni, frænkur eru frændum bestar og allt það...

Jóhanna Fríða Dalkvist, 24.2.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband