Mín heimska er að ná hámarki

Já það er allt að gerast í mínu gáfnafari, hver fréttin á eftir annari sem ég skil ekki.

Hvernig í ósköpunum er hægt að framkvæma svona og vita ekki að stafurinn var aldrei settur inn. Ég sé fyrir mér svona látbragðsleikara með flísatöng að taka eitthvað upp sem engin sér og þykist stinga því undir húðina á konunni, hann sér það ekki heldur en trúir því að þarna sé eitthvað, af því að það Á AÐ VERA ÞARNA.

Æ plís segið mér að ég sé ekki að verða heimskari og heimskari, segið mér að þetta sé vitleysa, segið mér að læknirinn hefði átt að sjá þetta...

...getið líka sagt mér brandara, þá líður mér vel Shocking


mbl.is Fær ekki bætur þótt getnaðarvörn hafi ekki haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

sorrí, get ekki sagt brandara, ég er of slegin yfir þessari frétt.

halkatla, 1.3.2007 kl. 18:22

2 identicon

Það er gott að heimsku þinni skulu einhver takmörk sett.  

Orðið skoðun finnst einungis í eintölu þó þannig að hægt er að hafa skoðun á ýmsum málum.   Það er svo mikill uppgangur og frjósemi á Íslandi að allt margfaldast meira að segja orð.   Fleirtöluvæðingin er þannig að verða búin að eyðileggja almennan orðskilning og málvitund.   Sbr. Rannsóknir, skoðanir, kalkanir og þannig mætti lengi telja (svo að ekki sé nú minnst á skoðanakannanir).

Stafurinn er settur undir húðina með holnál og það kemur, því miður, stundum fyrir að silikon stautinn vantar frá framleiðanda.   Bjúgur þroti og stundum blóð, safnast í sárið og getur valdið erfiðleikum við þreifingu. 

Skynsemin á sér fáa velunnara og meirhlutinn er ekki þeirra á meðal.     Almenn skynsemi er ekki svo almenn, þrátt fyrir allt og það geta öllum orðið á mistök.      

Leifur (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:51

3 identicon

Afhverju var hun ad kaera laekninn fyrir fostureydinguna, skil thad ekki, hlytur ad hafa verid hun sem akvad thad?

Nanna (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 19:28

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Takk kærlega fyrir þetta Leifur, Mér finnst stundum vanta útskýringar í fréttir, stutt útskýring sem segir okkur af hverju svona getur gerst hefði verið til dæmis mjög gott. Ég skil þetta betur núna og segji líka eins og systir mín, konan hlýtur sjálf að hafa valið fóstureyðinguna.

Öllum getur sem betur fer orðið á mistök og mér líka og er búin að leiðrétta orðið "skoðun".

Jóhanna Fríða Dalkvist, 1.3.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband