Stækkun Isal

Athugasemd tekin af http://www.visir.is/article/20070225/FRETTIR01/70225058&SearchID=73274351240829

 

26. febrúar 2007 kl. 00:29

Um hvað er verið að kjósa ?

Ég held að það sé bara ágætt að Hafnfirðingar segi nei við stækkun Álvers. Ég er í grunninn með álverum og stóriðju, en til að gefa öllum þessum aðilum, sem telja sig sjálfkjörna landverndarmen og um verndun landsins fyrir komandi kynslóðir, yrði lokun í Straumsvík góð.
Ekki fyrir Hafnfirðinga, því það yrði alveg ægilegt rothögg fyrir vaxandi velmegunarbæ, ekkert vont vil ég óska Göflurunum. En ef þeir fella þetta, þá fá þeir eymdina yfir sig og er þeim að kenna (eins og þegar Siggi var sendur heim í X factor, vegna þess að allir töldu hann öruggan)
Þetta hefði samt þann kost að þessir sjálfskipuðu "verndarenglar" myndu ekki fyrir það fyrsta geta sýnt sig í Hafnarfirði. Hinsvegar myndi þetta hafa þau áhrif að aldrei aftur yrði umræða um hvort ætti ekki að virkja vegna jákvæðrar stóriðju. Helguvík yrði höfð stærri, því þarna losnar orka, Þorlákshöfn yrði veruleiki og að sjálfsögðu Húsavík.
"Sjálfskipuðu" englarnir yrðu jafn vinsælir á íslandi og Watson í Sea Shepard. Ég er fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og í sátt við landið. Gerum okkur grein fyrir því að árið 2000 vissi nánast engin íslendingur hvar Kárahnjúkar voru, nema örfáir byssumenn á eftir hreindýrum. Síðan er þetta orðið að helstu perlu íslenskrar náttúru. Núna liggur vegur þarna uppeftir og er mikið annað að sjá en andapollinn, sem myndar uppistöðulón fyrir Kárahnjúka.
Veðurfarsbreytingar, eins og spáð er nú vegna breytinga á norðurslóð, það er reiknað með meiri ofankomu norðan og norðaustanlands, þannig að það ætti að vera nægjanlegt vatn fyrir Kárahnjúka.
Tækni til djúpborunar og margföldunar á nýtingu borhola er fyrirsjáanleg í nánustu framtíð og þessvegna vantar fleiri stóriðjur, ekki endilega Ál.
Þegar Rist tók við af Álskallanum, lét hún verða sitt fyrsta verk að setja gras, plöntur og tré í kringum Álverið, til augnayndis fyrir þá sem aka framhjá veksmiðjunni, en einnig sönnun þess að við erum ekki að gera allt umhverfi álversins að eyðimörk.
Nýtum þá orku sem við höfum, meðan hún er einhvers virði, því þróun er það hröð að eitthvað annað gæti komið í staðinn. Maður veiðir fisk meðan hann gefur sig, við erum veiðiþjóð og á meðan einhver vill kaupa af okkur orku eigum við að selja hana. Látum ekki 0,5 % þjóðarinnar, sem hefur hátt, breyta því.
kveðja
Sponni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband