Gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.

Talandi um málefnalegheit og aðstöðumun.

Blaðið í morgun kynnti niðurstöður úr skoðanakönnun um stækkun álversins í Straumsvík þar sem útkoman var nánast 50/50 með/móti. Stöð 2 grípur þessa frétt og sýnir í kvöldfréttunum og hvað gera þeir? Tala eingöngu við Pétur Óskarsson talsmann Sólar í Straumi og hann fær að rakka allt og alla niður eins og hann listir. Vælir yfir því að þeim finnist þau vera send með vasahníf í orustu á móti fullkominni herfylkingu. Þá segi ég:

- Hverjir hafa fengið alla umfjöllunina undanfarið - Sólin

- Hverjir eru að auglýsa og skrifa greinar jafnt og við - Sólin

- Hverjir eru að opna kosningaskrifstofu - Sólin

- Hverjir fá að fara í fjölmiðla til að rakka niður fólkið í kringum sig án þess að útskýra hlutina - Sólin

Já ég er reið, því Stöð 2 leyfir þeim að koma fram í sjónvarpi og saka okkur um rangfærslur án þess að við fáum að svara fyrir það. Þau segjast ekki fá fjárstuðning. Bull og kjaftæði segi ég. Þau fá fjárstuðning og geta þar að auki fengið hálfa milljón hjá bænum ef þau bera sig eftir því. Pétur Óskarsson hélt því fram á fundi í gær að þau gætu einungis fengið 150 þúsund en Lúðvík leiðrétti það. Lúðvík benti þeim einnig á að þessar 8 milljónir sem þau sóttu um væri upphæð sem bærinn áætlaði að eyða í alla vinnu í kringum kosningarnar, fundina og bæklinga meðtalda!!!

Pétur sagði í féttinni áðan að þau væru að undirbúa að koma fram með sín sjónarmið. Þau hafa ekki gert annað síðustu vikur og mánuði!!! Ætla þau að fara að breyta sjónarmiðum sínum? Það skyldi þó aldrei vera að þau þurfi að breyta málflutningi sínum, af hverju skyldi það vera?

Ég held að Sól í Straumi ætti að hætta að kvarta yfir aðstöðumun gagnvart Hag Hafnarfjarðar því ef þau eru með vasahníf erum við með tannstöngla.

Ég minni fjölmiðla hér og nú á ályktun frá opnum fundi 1.mars sem þeir fengu senda þar sem segir:

Að lokum hvetur fundurinn fjölmiðla til að sýna sanngirni og tryggja ólíkum sjónarmiðum pláss og tíma í þeirri umræðu sem framundan er.

Fjölmiðlar, þið berið ábyrgð, sýnið að þið séuð þess verðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er ekki einleikið hversu fréttaflutningur af stækkunarmálum hefur verið einlitur. Frá bæjardyrum fréttamanna er aðeins ein hlið á málinu og það er hlið Sólar í Straumi. Eru þetta vinargreiðar eða hvað er hér í gangi. Ef það á að geta verið eðlileg umræða á faglegum nótum um málið verða báðir aðilar að fá tækifæri til þess að tjá sig því enginn verður upplýstari um málið af því að hlusta á órökstuddar fullyrðingar Sólarmanna sem aldrei þurfa að standa fyrir sínu máli eða svara gagnrýnum spurningum fjölmiðlamanna varðandi málið.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.3.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það hefur nú lengi loðað við 365 að það er verulega vinstri-vindingur í þeim, samanber þegar fráfarandi fréttastjóri NFS labbaði úr skrifstofum fréttastöðvarinnar og beint inn á framboðlista Samfylkingarinnar... tilviljun? Var hann hlutlaus síðasta daginn sem fréttastjóri? - það hefur amk verið erfitt hjá honum.

Júlíus Sigurþórsson, 9.3.2007 kl. 20:45

3 identicon

Nú er bara að spíta í lófana Jóhanna. Fyrir mér er bara ein viðunandi lending í málinu og hún er á þinni braut.

Glanni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl Jóhanna.

Það er nú orðið ár síðan ég tók eftir því hvaða leið þessi LJÓSVAKAMIÐILL var að fara enda skrifaði ég smá stúf um það í gær.

Nú eru þeir farnir að auglýsa Kompás þáttinn sinn á Sunnudaginn þar sem ég tel öruggt að áróðrinum gegn Alcan og starfsmönnum þess mun halda áfram.

Í þessari baráttu erum við starfsmenn "Davíð" sem berjumst gegn ofurfjölmiðlum í landinu "golíat" sem gæta alls ekki hlutleysis í okkar réttlætisbaráttu.

Kveðja ÁÞ

Rauða Ljónið, 9.3.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Bændur þekkja vel þessa stöðu sem þú og þeir sem með þér standa eruð í núna gagnvart fjölmiðlum.

Stend með stækkun álversins og vona að þið hafið sigur í kosningunum.

Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála þér að fréttaflutningurinn af þessu stækkunarmáli hefur verið mjög einhliða, þeim sem á móti eru í vil. Gef orðið ákaflega takmarkað fyrir fréttaflutning almennt orðið hér á landi, hvort heldur er af þessu máli, Baugsmáli eða heimsmálunum almennt, þar sem Íraksstríði trónir hvað hæst. Fréttaflutningurinn af álversmálin minnir um margt á steingeldan fréttaflutninginn af stríðinu og hörmungunum í Írak. Nánast allt apað eftir og þýtt orðrétt eftir amerískum fréttastofum, sem tilheyra jú landi í stríði og fréttaflutningurinn og hræsnin eftir því. Sýnist meiri þörf á hlutlausari fjölmiðlum hér á landi, frekar en fleiri framboðum þrýstihópa um hin eða þessi málefnin, sem hafa jafnvel ekki nema eitt stefnumál á dagskrá hjá sér. Gæti tuðað um þetta fram á rauðanótt en, .....punktur

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2007 kl. 22:32

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þetta mun verða til góðs...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:17

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég væri nú bara alveg til í að taka af þeim þennan vasahníf,,,, þeir eru á góðri leið með að slasa sig á honum.

Sigfús Sigurþórsson., 9.3.2007 kl. 23:38

9 identicon

Stöð 2 fær þetta í bakið á sér - þvílík heimska af fjölmiðli að hegða sér svona.   Annað eins grímulaust brot á hlutleysi man ég ekki eftir.   Þessi fréttastofa er rúinn öllu trausti í mínum huga.  

Ég ætla að segja upp áskriftinni hið fyrsta!

Sigurður J. (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:54

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kíki reglulega á heimasíðu Sólar í Straumi. Þá kemur ósjálfrátt upp í huga mér; ekki er öll vitleysan eins.

Fyrir nokkrum vikum sá ég einhverja væla þar yfir aðstöðumuninum, þ.e.a.s. Sól í Straumi v/s Alcan auðhringurinn. Ég komentaði á þetta og benti á að aðstöðumunurinn væri þeim í hag. Þeir hafa samúð fjölmiðla, og þeir geta leift sér ýkjur, ágiskanir og dómsdagsspár. Slíkt getur Alcan ekki, það yrði allt of dýrt fyrir þá að reyna þess háttar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 05:49

11 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Það er nú alveg makalaust að lesa bæði bloggið þitt Jóhanna og eins athugasemdirnar. Þið hjá Hag Hafnarfjarðar talið mikið um að umræðan eigi að vera málefnaleg en þetta er ekki málefnaleg umræða. Þið færið ekki nein rök fyrir því að fjölmiðlar hafi dregið taum Sólar í Straumi fram yfir ALCAN nema þetta eina viðtal við Pétur Óskars. Hversskonar væl er þetta eiginlega ef ykkur finnst það væl að benda á þá staðreynd að Sól í Straumi, sem eru samtök einstaklinga, eru að eiga við almannatengla og auglýsingadeild fyrirtækis sem velti yfir 1000 milljörðum á síðasta ári. Það var augljóst þegar síðasti Fjarðarpóstur er skoðaður hver aðstöðumunurinn er. Og Gunnar hverjar eru ýkjurnar, ágiskanirnar og dómsdagspárnar? Ég man ekki betur en að Hagur Hafnarfjarðar hafi spáð hruni í bænum ef ekki verður af stækkun. Ef það er ekki dómsdagsspá þá veit ég ekki hvað. 

Lárus Vilhjálmsson, 10.3.2007 kl. 11:44

12 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Get ekki tjáslað við síðasta blogg þitt svo ég læt það bara hér.

Þú veist þá hverja þú átt að kjósa í vor til að hefna þín á stöð 2

Ágúst Dalkvist, 10.3.2007 kl. 12:06

13 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Lárus, þú veist jafn vel og allir aðrir að Sól í Straumi hefur fengið gífurlega umfjöllun síðustu vikur og mánuði, og það er eðlilegt þar sem við höfðum þá ekki stofnað félagið okkar Hagur Hafnarfjarðar. Nú hinsvegar þegar komið fram er félag sem stendur jafnfætis Sól í Straumi í baráttunni er fyrir neðan allar hellur að fjölmiðill hygli öðru hvoru félaginu frekar en hinu. Þess vegna set ég þetta viðtal sem helstu rökin og einnig vegna þess að aðeins er liðin vika síðan við skoruðum á fjölmiðla að gefa báðum aðilum jafn mikið pláss og tíma í sinni umfjöllun.

Ég er í þessu bloggi mínu að setja út á fjölmiðla og þá sérstaklega Stöð 2. Þó að þið farið með rangt mál þá er það bara ykkar aðferð og þið verðið að eiga það við ykkar samvisku, ég skipti mér ekki af því.

Síðast og ekki síst erum við ekki Alcan, þeir heyja sína baráttu og við okkar. Auðvitað eiga þeir mikinn pening, varla vildum við hafa fyrirtæki hér sem væri við það að fara á hausinn. En á það að bitna á Hag Hafnarfjarðar að Alcan eigi pening? ...held ekki.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 10.3.2007 kl. 12:16

14 identicon

Sæl, Jóhanna Fríða og þið öll !

HÆGAN, hægan hægan.............. eru hagsmunir bænda, á Þjórsárbökkum, léttvægari en þeirra Hafnfirðinga. og annað............ eigum við Sunnlendingar ekkert að hafa með orkuútvegun, lengra inni á 21. öldinni, fyrir okkar heimahérað, að gera... Jóhanna Fríða ?

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 18:09

15 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Því miður Óskar Helgi er það ekki í höndum okkar Hafnfirðinga að ákveða hvort og hvar er virkjað. Friðrik Sophusson hefur gefið það skýrt út að Þjórsá verði virkjuð þó ekki verði stækkað í Straumsvík.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 12.3.2007 kl. 08:14

16 identicon

Sæl, Jóhanna Fríða og þið öll !

Þakka þér svarið, rétt er það; ég hefði getað tekið fram, hver höfuðpaur virkjanamála landsins er, virðist vera sjúklegt offors, hverju Friðrik Sophusson er haldinn, eða........ eiga komadi kynslóðir, þessa lands ekkert að hafa með mál sín að gera, þegar við erum komin í ruggustólana Jóhanna Fríða, þá líða tekur á 21. öldina ? Þykist vita, að þú sért mér sammála, í þeim grundvallaratriðum.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:32

17 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Auðvitað eigum við að hugsa um komandi kynslóðir, við erum sammála um það, en við eigum hins vegar að mínu mati ekki að stoppa framfarir. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og ný tækni að ég hef þá trú að komandi kynslóðir eigi eftir að plumma sig vel í framtíðinni, jafnvel í einhverju sem við vitum ekki enn hvað er eða heitir. Alveg eins og að við erum að gera eitthvað núna sem fólki fyrir 50 árum hefði ekki dottið í hug að væri hægt, til dæmis að skrifast á í gegnum tölvu. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 árum?

Ég hef fulla trú á að það verði lítið mál að manna stækkað álver. í fyrsta lagi er það ekki að rísa á morgun. í öðru lagi þá sem dæmi að núna í janúar sóttu 100 manns um vinnu hjá Isal í stöður sem ekki voru auglýstar.

Ég held að aðalskýringin sé sú að fólk er í fyrsta lagi ekki tilbúið til að keyra upp á Grundartanga eins og staðan í umferðarmálum er í dag og hjá Isal eru vaktaskipulagið miklu fjölskylduvænna en hjá Norðuráli.

Við getum því miður ekki búist við að það verði aldrei atvinnuleysi aftur, megum ekki gleyma því þó við höfum það mjög gott í dag.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 08:27

18 identicon

Er Sól í Straumi ekki þverpólitísksamtök þar sem hagsmunir bæjarbúa gagnvart þessari risastækun álbræðslunnar í Straumsvík snúa fyrst og fremst að því að lífsgæði andrúmsloftsins,sjónmengun frá raflínum og risaverksmiðju við hlið íbúðabyggðar, og fall á verði íbúða þeirra sem næst búa er það sem þyngst vegur??

Þetta hefu mér fundist vera alfa omega í þeirra málflutningi 

Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fyrirtækja í Hafnarfirði sem  eiga í viðskiptum við álbræðsluna og þeirra hagsmunir eru því fyrst og fremst að viðhalda og auka þau viðskipti með því að hvetja til þessarar risastækkunnar álbræðslunnar. 

Peningahyggjan er alfa omega á þeim bænum.

Í þættinum á stöð 2 "kompás " fannst mér forstjóri Alcan leika aðalhlutverk og fá mörg góð tækifæri, en það var afar erfitt að slá á þau rök sem C.Roth fyrrum forstjóri setti fram í bréfi árið 1995 að mjög varhugavert væri að byggðin færðist nær álbræðslunni en þá var... eftri það hefur Holtið,Áslandið og Vellirnir byggst upp með þúsundum íbúa allt að hlið núverandi verksmiðju.

Þessar stækkunnarhugmyndir eru því algjört óráðshjal og ber að segja þvert NEI við þann 31 mars 2007 

Hafnarfjarðaríbúi í einu af nýju hverfunum (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:12

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lárus Vilhjálmsson: Bara það sem ég hef lesið í greinum á heimasíðu Sólarinnar, en gæti nefnt miklu fleiri.

Ýkjur: "Háspennuvíraflækjur út um all"

Ágiskanir: Þeir sem eru í Hag Hafnarfjarðar eða tala máli stækkunar, eru bara fyrirtækjaeigundur eða starfsmenn þeirra sem vilja einingis auka sinn gróða. Auk þess fá þeir sem komenta á Sólarsíðunni og eru með stækkun, það á sig að vera málpípur Alcan og ýjað að því að þeir fái greitt frá Alcan fyrir ómakið.

Dómsdagsspár: Fasteignaverð mun lækka, mengun mun verða óbærileg og ómótsæðilegar náttúruperlur á bökkum Þjórsár verða eyðilagðar.

Og varðandi athugasemdina frá Hafnarfjarðaríbúa, þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í mengunarvörnum á sl. 12 árum. Þannig að aðvörunarorð fyrv. forstj. sem voru heiðarleg á sínum tíma, yrðu ekki notuð í dag. Mig minnir að mengunin í dag í íbúðabyggðinni næst álverinu sé um 1% af því sem ásættanlegt er, þannig að við höfum slatta upp á að hlaupa enn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2007 kl. 14:17

20 identicon

Smá athugasemd vegna skrifa Gunnars Th. :

Það hafa nákvæmlega engar breytingar orðið í mengunarvörnum Alcan verksmiðjunnar frá því C.Roth setti fram þessa viðvörun sína þannig að allt sem hann varaði við er þegar komið fram og í margfeldi sínu.

Þessar upplýsingar hef ég frá staðkunnugum og dómbærum .

Afhverju þú ert að tjá þig um þessi mál með þeim hætti sem þú gerir,búsettur á Reyðarfirði finnst mér vægast sagt --undarlegt

Hafnarfjarðaríbúi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband