Mánudagur, 12. mars 2007
Hvar er Jón Baldvin?
Getur Jón Baldvin ekki skroppið vestur og bjargað Vestfjörðum? Hann hefur víst svo mörg góð ráð uppi í erminni. Þykist allavega geta bjargað hafnfirðingum. Kannski honum sé svona umhugað um Hafnarfjörð að hann ætlar að sitja á þessum hugmyndum þangað til Hafnarfjörður þarfnast þeirra. Já það er gott að eiga Jón Baldvin að, vildi bara að orðin hans hefðu stundum einhverja fótfestu...
Ríkisstjórnin mun ræða um vandamál Vestfjarða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá að embætti skólameistara framhaldsskólans er laust með sumrinu. Væri það ekki fínt fyrir Jón sem laangar að bjargna Hafnarfirði.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 12.3.2007 kl. 19:12
Jú það væri alveg tilvalið fyrir gamla karlinn
Jóhanna Fríða Dalkvist, 12.3.2007 kl. 20:14
Sæl Frænka.
Vissi ekki að það þyrfti að bjarga Vestfjörðum. Meiri spurning um að bjarga Hafnarfirði frá lukkuriddurum sem virðast hafa bara eina heildarlausn á öllum vandamálum.
læt ykkur í té góðan hlekk frá Texas
http://www.txpeer.org/toxictour/alcoa.html
Kormakur Hermannsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:39
Kormákur elsku frændi og uppáhalds vinur minn fyrir 25 árum, ekki þú líka. Hverjum dettur í hug að bera Ísland saman við Texas??? Skoðaðu þetta aðeins betur áður en þú vísar á þetta...
Þarna kemur fram að þeir nota ódýrustu brúnkol sem þeir fá í næsta nágrenni og eru há í brennisteini,..Isal er stöðugt að vinna í að fá kol sem brenna hægar og menga þar með minna
Þarna kemur fram að verksmiðjan hafi fengið sérstök leyfi til að menga meira en aðrir... ekki það vandamál hjá okkur og Isal gerir miklu betur en að fara eftir ströngustu reglum
Þarna kemur fram að umhverfið er það sóðalegasta í Texas... Isal er snyrtilegasta iðnaðarlóð sem ég hef séð
Því segi ég, skoðaðu betur í hvað þú ert að vísa svo hægt sé að taka mark á því.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 11:31
Já kæra frænka, ekki ætla ég að þræta við þig um muninn á Íslandi og Texas enda var þessi hlekkur bara skemmtiefni fyrir álverja og engin tilvísun í nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst líka flott að Ísal velji kolin sín með tilliti til umhverfisins. Hitt verður samt að skoðast að mengun er alltaf mengun og brennisteins díoxíð eru ekki eins skaðlaus gefið var í skyn í Kompás þætti hér um daginn. Ég væri til dæmis ekki mikið fyrir að láta barnið mitt sofa úti í vagni á þessu svæði. Það var aftur á móti lúxus sem ég hafði sem starfsmaður Flögu.
Læt ykkur í té annan hlekk frá Landi Frelsisins. Auðvitað bara til gamans og án nokkurra ásakana:-)
http://www.epa.gov/air/urbanair/so2/hlth1.html
Kormákur Hermannsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.