Af hverju ekki kona?

Af hverju var ekki kona ráðin?

Hvurslags dagur er þetta, las í morgun að stjórn Exista væri sjálfkjörinn og það eru allt karlar...

Svo eru bara karlar hér í kringum mig í vinnunni

Svo er bara karl heima hjá mér á kvöldin, þ.e. fyrir utan mig

Svo var karl sem afgreiddi mig með Pizzu í gærkvöldi

Svo eru bakarar yfirleitt karlar, af hverju er engin kona bakari?

Svo fá karlar MIKLU síður forræði yfir börnunum, af hverju þurfa konurnar að hanga með börnin?

 

...neeeei bara að spekúlera...Wink


mbl.is Nýr forstjóri á Reykjalundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekki karl? Er eitthvað að þeim?

grímnir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Benedikt D. Valdez Stefánsson

Góð spurning, af hverju ekki karl?

Að þeir séu allstaðar eru ansi slöpp rök..

Benedikt D. Valdez Stefánsson, 13.3.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

hehehe, vissi að ég fengi einhverja til að svara þessu.

Samt ánægð með að þeir sem kommenta oftast hjá mér hafa fattað að ég var að grínast...já ég vogaði mér að gera grín að feminstum...

En samt í alvöru talað af hverju tala þær til dæmis ekki um að fjölga konum í bakarastéttinni...af því að það hentar þeim ekki

Af hverju berjast þær ekki fyrir jafnrétti í sambandi við forræði barna, karlar þurfa þar að standa sig miklu miklu betur til að fá forræði og konan nánast að vera dæmd óhæf móðir... er það kannski af því að það hentar þeim að konur hafi réttindi fram yfir karla? 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Benedikt D. Valdez Stefánsson

Verð nú að vera sammála því, sérstaklega í ljósi nýliðna umræðna..

Benedikt D. Valdez Stefánsson, 13.3.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband