Viljum við minnka útflutninginn?

Þetta virðist vera og er eitt af því sem fólk gleymir að spá í þegar það talar um að best væri að losna við álverin úr landi. Við þurfum meiri útflutning því neysla okkar virðist ekkert vera á niðurleið. Ég ætla að þessu tilefni að vitna í ræðu Sveins Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hann hélt á opnum fundi Hags Hafnarfjarðar 1.mars síðastliðinn. Ræðuna í heild sinni er hægt að sjá hér.

Hagvöxtur á Íslandi hefur verið verulegur undanfarin ár. Gallinn er bara sá að hann byggist að verulegu leyti á einkaneyslu. Viðskiptahalli er mikill og viðvarandi. Hagvöxturinn er sem sé að verulegu leyti tekinn að láni erlendis. Allar nágrannaþjóðir okkar keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu og byggja upp varanlegan hagvöxt með útflutningi vöru og þjónustu. Í nágrannalöndum okkar er erlendum fjárfestum tekið opnum örmum. Við vorum sein af stað að opna fyrir erlenda fjárfestingu og erlendir fjárfestar á Íslandi eru af ýmsum ástæðum allt of fáir.

Fólk hlýtur að sjá að við megum ekki við því að minnka útflutningin og það sem meira er, við þurfum að auka hann. Það kemur svo sannarlega við alla þjóðina, ekki bara hafnfirðinga. 


mbl.is Hagvöxtur var 2,6% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg sammála þér Jóhanna.  Eitt er að vera á móti öllu umhverfisraski, og það er sjónarmið út af fyrir sig, en þegar áróðursfleyi andstæðinga álversframkvæmda er siglt inn í skerjagarð talna og staðreynda, þá strandar fleyið fljótt og fjarar svo undan því. Svo er það bara skilið eftir í skerjagarðinum sem minnisvarði um hvernig farið getur ef menn sigla ekki eftir réttu korti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sammála Jóhanna. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar bendi ég á eftirfarandi færslu hjá mér.

http://gudmbjo.blog.is/blog/gudmbjo/entry/139459/

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.3.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það þarf ekki álver til að bjarga útflutningi og hagvextinum.  Allir að búa til klám og selja.

Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband