Þegar ég fer í framboð...

...og kemst í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, ekki nema þrjú ár í það, þá ætla ég að stuðla að byggingu tónlistarhúss sem verður sérhannað fyrir popp og rokkmúsík. Þar verður að sjálfsögðu hægt að spila klassík ef menningarvitum sýnist svo, en einnig verður það leiklistarhús okkar hafnfirðinga, bíóhús og fundarhús. Það er sorglegt að í 24 þúsund manna bæ sé ekki til mannsæmandi fundarstaður. Hafnarborg er reyndar mjög góð, svo ég taki það nú fram, en það er svo mikið gott að gerast þar að hún ræður bara ekki við alla eftirspurnina. Þá er bíóhúsið næst í röðinni sem er að hruni komið. 

Fleiri málefnaflokkar síðar...nógur er tíminn...ennþá...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þetta líkar mér, strax komin með vísir að stefnuskrá. Ætlar greinilega ekki að bjóða þig fram sem samfylkingarkona

Ágúst Dalkvist, 23.3.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigurður Egill Þorvaldsson

Ég styð allar Jóhönnur í pólitík.

Sigurður Egill Þorvaldsson, 23.3.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Frábært.

 Ég styð Jóhönnu í framboð.

Kveðja.

Árelíus Örn Þórðarson, 23.3.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Takk takk, þá vantar bara að þið flytjið í Hafnarfjörðinn svo ég fái allavega fjögur atkvæði. Fjögur atkvæði eru nú góð held ég strax á fyrsta sólarhringnum. Ef ég fæ fjögur atkvæði á sólarhring þangað til, fæ ég hátt í fimm þúsund atkvæði sem er næstum þriðji partur atkvæða í Hafnarfirði

Jóhanna Fríða Dalkvist, 24.3.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ekki slakt og þegar þú ferð svo í framboð til alþingis, þá get ég kosið þig líka .....

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú þurftir bara að fylgjast með síðustu 16 ár Arnþór til að vita hana

Ágúst Dalkvist, 25.3.2007 kl. 11:00

7 Smámynd: Andrés.si

Hvað með íþrottahús FH? Mér finst að þar á ferðini er  stór tap sem bær á að greiða fyrir. Alla vega að hluta held ég.

Andrés.si, 25.3.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband