Sá kasti fyrsta steininum...

- mengunaraukning hefur verið kynnt og öllum full ljóst að hún mun aukast en verður samt langt innan allra marka sem nokkurn tíma geta talist hið minnsta skaðleg. Aðalaukningin er í CO2 sem er hnattræn mengun og margoft verið bent á að það skiptir ekki máli hvar í heiminum því er blásið út. Það er hins vegar hægt að vega upp á móti þeirri mengun með ræktun skóga sem við ættum frekar að einbeita okkur að og leggja almennilegan pening í.

- Það er gífurleg þekking og hugvit sem þrífst og þróast innan álvera og í kringum þau. Það sér það hver maður að það að breyta hvítu dufti (súráli) í ál hlýtur að krefjast hátækni, það að hanna og þróa tæki og búnað fyrir álver hlýtur að krefjast hátækni.

-  Isal hefur alltaf bent á þá staðreynd að tíminn eftir árið 2014 sé í óvissu og það eru ekki nýjar upplýsingar.

- Það skiptir máli að setja tölur í samhengi sem fólk skilur og í sambandi við brennisteinsdíoxíð, þá sagði Hrannar í kvöldfréttum klukkan 18 á laugardag að þetta hefði verið gert til að einfalda málið. Hins vegar sé ég ekki að framsetningin á þessu skipti öllu máli þar sem SO2 mengun er mjög lítil hvernig sem tölurnar eru skoðaðar.

- það er staðreynd að það er hvergi annarsstaðar hægt að framleiða ál á vistvænni hátt heldur en á Íslandi.

- þó að endanleg hönnun sé ekki komin fram sagði Hrannar í fréttum að á myndina vantaði enga turna eða skorsteina.

- þeir starfsmenn sem ég þekki hjá Isal hafa talað við sína vini og kunningja í sínum frítíma en fengið aðstöðu hjá Isal til að hringja.

- það eru allir sammála um að það eru 8000 króna ábati af álverinu, en ég bendi á "ÁBATI", það er það sem við fáum umfram það að hafa álver frekar en eitthvað annað. Hins vegar hefur komið skýrt fram að nóg er til af iðnaðarlóðum þannig að þetta "eitthvað annað" rúmast líka í Hafnarfirði, þess vegna er ekki rétt að tala bara um ábatan þegar hægt er að fá bæði. 

- Það hlýtur að vera gott fyrir okkur bæjarbúa að bærinn borgi niður skuldir og fáránlegt að halda því fram að það sé ekki peningur sem hagnast okkur.

 

Ég sé ekki betur en að Sól í Straumi sé rækið mótframboð með stuðningi Framtíðarlandsins, Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Íslandshreyfingarinnar og "huldufyrirtækja" sem þeir virðast ekki ætla að upplýsa.


mbl.is Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Takk Ragnar fyrir ábendinguna

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Hér er að finna athyglisverða umræðu um þessa mynd, sem var víst soldið svindl ef vel er að gáð: Swindled! (realclimate.org)

Björn Darri Sigurðsson, 26.3.2007 kl. 11:46

3 identicon

Þessi mynd var algjört svindl og kostuð af þrýstihóp olíufélaga sem hafa það markmið eitt að reyna að véfengja niðurstöður vísindamanna.  Þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta.  Þessir hagsmunir oft nefndir peningar.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:01

4 identicon

Þeir menn, sem munu vinna í álverinu, munu ekki nota sama tíma í að vinna við verðmætasköpun annar staðar. Þess vegna mun verðmætasköpun í álverinu að mestu leyti koma í stað annarrar verðmætasköpunar. Þetta verður því ekki hrein viðbót við aðrar tekur, nama menng geri ráð fyrir að þessir menn verði atvinnulausir ef þeir eru ekki að vinna í álverinu. Það er næga atvinnu að hafa á höfuðborgarsvæðinu og ekkert, sem bendir til þess að það breytist, óháð því hvort álverið í Straumsvík stækki eða ekki.

 

Hluti þessara tekna, sem þarna er talað um eru tekjur af skattkerfisbreytingum, sem búið er að semja um og er algerlega óháð því hvort stækkun álversins verður samþykkt eða ekki.

 

Stór hluti þessarar útreiknuðu tekjuaukningar Hafnafjarðar eru útsvarsgreiðslur starfamanna í álverinu. Þeir munu einnig greiða útsvar þó þeir vinni annars staðr og meira að segja þó þeir séu atvinnulausir því menn greiða jú útsvar af atvinnueysisbótum. Eina aukningin hjá Hafnafjarðarbæ eða öðrum þeim sveitafélögum, sem starfsmenn álversins búa í kemur fram með þeim hætti að ef þeir fá hærri laun í álverinu en þeir væru annars með þá er það útsvar af þeim tekjumun, sem kemur fram í auknum tekjum bæjarins. Það er ekkert gefið að laun starfsmanna áversins verði hærri en þau laun, sem önnur atvinnustarfsemi, sem kæmi í stað álvesins, myndi greiða.

 

Að sjálfsöðgu  getur orðið um hreina tekjuaukningu að ræða hjá þessum sveitafélögum ef um verður að ræða aðflutning fólks til þessara sveitafélaga vegna þeirra atvinnutækifæra, sem álverið skapar, þannig að önnur atvinnustarfsem geti líka aukist jafn mikið og þó álverið stækki ekki. Reyndar má reikna með að það verði að hluta til þannig og að hluta til komi þetta í stað annarrar atvinnustarfsemi. Það verða þó ekki tekjur, sem hægt er að nota til að lækka skatta eða bæta þjónustu vegna þess að sú sama fjölgun íbúa leiðir einnig til aukins kostnaðar bæjarins því nýju íbúarnir þurfa jú líka alla þjónustu eins og þeir, sem fyrir eru. Hafnarfjörður er það stórt sveitafélag að hann býr við ágætis stærðarhagkvæmni og hagnast í raun lítið á íbúafjölgun með þeim hætti að kostnaður við reksturs bæjarins lækki á íbúa við íbúafjölgun.

 

Það er því fjarstæða að halda því fram að um verði að ræða tekjuaukningu til bæjarins, sem hægt sé að skipta á milli íbúa upp á 65 þúsund kr. á ári í formi skattalækkunar eða aukinnar þjónustu.

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:19

5 identicon

Góð rök, en spurningin er hvort í fólk Hafnarfirði vilji hafa þetta ferlíki í garðinum hjá sér. Það er ekki eins og þetta fyrirtæki sé málað í felulitum eins og gert hefur verið upp á Grundartanga að einhverju leyti. Fyrir mína parta er ég hættur við að kaupa hús á völlunum.

Olafur Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:29

6 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég get ekki séð annað en að það sé gott mál að þú Ólafur hættir við að kaupa hús á Völlunum ef þú villt ekki horfa á álverið, hefðu fleiri mátt spá í þetta áður en þeir keyptu sér íbúð þar. Staðreyndin er líka sú að eignir á Völlunum seljast vel og fyrir tíu dögum voru innan við 30 eignir á lausu og það allt stórar eignir, það er því ekki einu sinni víst að þú fengir hús þar þó þú vildir.

Laun í álverinu eru til muna hærri en annarsstaðar og borgar fólk þar því hærra útsvar til bæjarins sem nemur því. 

Þessi ábati, hvenær verður hann ábati? Hvað er langt þangað til að þetta "eitthvað annað" er komið? Á meðan eru þetta yfir 800 milljónir og einnig á meðan nóg af öðrum lóðum er til.

Viljum við ekki fjölga fólki í Hafnarfirði? Sól í Straumi hefur teiknað upp skóla, sjúkrahús, leikskóla og fleira sem þeir telji að þurfi því það fjöldi svo mikið í bæjarfélaginu. Fyrir hverja á það að vera ef það er svona mikill kostnaður að fjölga fólki? Auðvitað viljum við að fólkið í álverinu skapi sín verðmæti þar og "eitthvað annað" fólk skapar verðmæti í "einhverju öðru".

Annars væri gaman að vita að þið sem vitið um svona mikið "annað" til að gera, af hverju svarið þið aldrei spurningunni um hvers vegna þið gerið ekki eitthvað fyrir vestfirðina, fyrst þið eruð svona uppfull af "brilliant" hugmyndum.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 13:55

7 Smámynd: Heiðar Birnir

Frábært að það skuli hafa verið innan við 30 eignir á lausu á Völlunum fyrir tíu dögum eða svo.  Sýnir að það er bara allt að gerast... eða... Mig langað nú til að forvitnast að eins betur um þetta og kíkti inn á fasteignavef mbl.is.  Það voru nú nokkuð fleiri en 30 eignir sem komu upp ef ég valdi, einbýlishús, parhús, hæðir og nýbyggingar, sem sagt stærri eignir.  Og fjöldinn rauk upp ef ég bætti við íbúðum í fjölbýlishúsum. 

Það er þetta með að kast steininum...

Heiðar Birnir, 26.3.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband