Föstudagur, 30. mars 2007
Viðtal á BBC
Ég var í viðtali á BBC-Scotland síðasta laugardag og aftur í gærkvöldi. Tilefnið var að ég bloggaði um daginn að ég ætlaði að bjóða mig fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. "Yes, I will be the next mayor in Hafnarfjörður", "I am going to build a big Theatre, Cinema and a Rock Music House", "Yes, I´ve already got four votes".
Já þetta sagði ég allt og 30. apríl munu allir í Skotlandi vita þetta
Nei ég er aðeins að plata, en ég var samt í viðtali við BBC í gær og síðasta laugardag. Þau eru að gera þátt um kosningar á Íslandi og af því að þau voru á landinu akkúrat núna, langaði þau að taka þessar kosningar hér í Hafnarfirði með í þáttinn. Það eru kosningar í Skotlandi held ég 3.maí og svo hjá okkur 12.maí. Þau langaði að bera saman Ísland og Skotland því hér er alltaf svo góð kjörsókn á meðan Skotar telja sig góða ef þeir ná 50% kjörsókn. Ég var sem sagt spurð að sjálfsögðu um Hag Hafnarfjarðar og svo hverja ég teldi ástæðuna vera fyrir því að íslendingar væru svona duglegir að mæta á kjörstað. Það var einnig talað við Lúðvík og einhvern frá Sól í Straumi. Þessi þáttur verður sýndur 30.apríl.
Athugasemdir
Þú verður að taka hann upp fyrir mig
Ágúst Dalkvist, 30.3.2007 kl. 10:39
Ég frétti af þessu og bara gaman að því, hvernig er svo að vera BBC-star?
Það er gaman að velta því fyrir sér að nýja airbus 380 þotan eyðir 380.000 lítrum af eldsneyti í einni ferð og verður hún helst að vera á lofti allann sólarhringinn til að hún standi undir sér kostaðarlega og við gefum okkur að hún fari tvær ferðir á sólarhring þá gerir það um uþb. 760.000 ltr. Hvað skildi álverið eyða á sólarhr. til samanburðar. ekki gleyma að taka inn í reikninginn öll störfin og verðmætasköpunina í samanburðinum.
Baráttukveðjur í Hafnarfjörðinn , vildi að ég gæti kosið líka.
Glanni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:45
Já þú kannski tekur hann upp fyrir mig líka ég skal redda kassettu
Glanni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:49
Verdur thetta herna 30?
Nanna (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:55
Ætli við verðum ekki að semja við hana systur okkar í Skotlandi um upptöku, veit ekki hvort hægt er að sjá hann á netinu eða einhversstaðar annarsstaðar.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 30.3.2007 kl. 11:03
AHH, ég gleymdi meira að segja að taka það fram að það var engin önnur en Sally Magnusson sjálf sem tók viðtölin við mig, dóttir Magnúsar Magnússonar
Þetta var annars bara gaman, ég ímyndaði mér bara að engin myndi sjá þetta
Jóhanna Fríða Dalkvist, 30.3.2007 kl. 11:06
Eg get sed thetta ;o)
Nanna (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:37
Er þetta ekki á BBC1? Þú þarft að minna mann á þetta þegar nær dregur. Kem til með að sjá þetta.
Ragnar Bjarnason, 30.3.2007 kl. 15:41
verst að geta ekki kosið í Hafnarfirði
.....
Herdís Sigurjónsdóttir, 31.3.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.