Laugardagur, 21. apríl 2007
Mín sjálfstæða skoðun.
Ég hef verið svo agalega löt við að skrifa og upptekin við að lesa blogg annarra að ég ætla að setja hér inn grein sem birtist eftir mig í bæjarblaðinu okkar Fjarðarpóstinum á bls.8
Hvað er það að hafa sjálfstæða skoðun? Margir vilja halda fram að sá sem er sammála fjöldanum, eða þeim stóru", sé ekki með sjálfstæða skoðun. Ef þú ert sammála þessum stóra" ertu bara að láta kaupa þig.
Margir virðast halda að séu þeir á móti þeim stóru" sýni það sjálfstæða skoðun. Þegar fólk er farið að vera á móti bara til að vera á móti, er það þá sjálfstæð skoðun? Það er kannski sjálfstæð ákvörðun að ætla að vera á móti en með því hverfur sú skynsemi að meta hvert mál fyrir sig.
Ég hitti manneskju, sem ég taldi alltaf mjög skynsama, fljótlega eftir íbúakosninguna 31.mars. Talið barst að kosningunni og þessi manneskja tjáði mér að hún hefði kosið á móti tillögunni. Mér finnst bara að við eigum að nýta okkur þann rétt að fá að ráða", sagði þessi mæta manneskja. Ég hváði svo hún gaf mér nánari útskýringar. Henni fannst að ef hún kysi með tillögunni væri hún að gera eins og bærinn vildi að hún gerði og þá væri hún ekki að ráða neinu. Henni fannst að hún væri ekki að ráða neinu nema ef hún kysi á móti. Ég verð að viðurkenna að mér gramdist þetta því þetta tel ég fjarri allri skynsemi.
Mér gremst hinsvegar meira að nú eftir kosninguna rís hver stjórnmálamaðurinn, sérfræðingurinn og spekúlantinn upp hver á fætur öðrum til að útlista hvað þetta var slæm útkoma fyrir Hafnarfjörð, hvað kosningin var seint á ferlinu og hvað stækkun Isal hefði nú haft lítil áhrif á efnahagslífið. Af hverju þagði þetta fólk fyrir kosninguna? Af hverju heldur það ekki áfram að þegja? Skyldi það hafa eitthvað með alþingiskosningar að gera?
Þó ég sé hvorki stjórnmálamaður, sérfræðingur eða spekúlant ætla ég að gefa upp mína sjálfstæðu skoðun fyrir alþingiskosningarnar.
Ég ætla ekki að kjósa S, því þau boðuðu lýðræði með íbúakosningunni en bættu svo við að ef við kysum með tillögunni myndu þau gera allt til að koma í veg fyrir að stækkun yrði að veruleika, lýðræði?
Ég ætla ekki að kjósa V, því þau sögðust virða úrslitin hvernig sem þau yrðu en ef við kysum með tillögunni myndu þau halda áfram að greiða sitt atkvæði á móti öllu sem tengdist stækkun, virðing?
Ég ætla að kjósa þann stóra", þvi þegar ég sagði mína sjálfstæðu skoðun hafði sá stóri" kjark til að rísa upp og lýsa yfir að hann væri sammála mér, litlu konunni, og það sem meira er, hann gerði það fyrir 31.mars. Ég ætla að kjósa D.
Jóhanna Fríða Dalkvist
Höfundur er íbúi í Hafnarfirði
Athugasemdir
Ég er ekkert rosalega ósáttur við þína ákvörðun
Ágúst Dalkvist, 21.4.2007 kl. 11:20
það er ég ekki heldur ....
En það gladdi mig ekki minna að á kosningaskrifstofuna í dag kom fólk um sextugt úr Hafnarfirði sem er líka búið gera upp hug sinn ..hefur alltaf kosið Samfylkinguna en ætlar nú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og voru þau sem sé líka búin að gera upp hug sinn fyrir kosningar.
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:03
klapp klapp
Glanni (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.