Leiðrétting

Sé mig knúna til að koma með smá leiðréttingu þar sem ég ýkti aaaaaðeins í síðasta bloggi.

Einn vinnufélagi okkar Rúnars vafraðist inn á bloggið mitt í gær og sagði svo við Rúnar í morgun að hann hefði ekki vitað að hann væri svona mikill maltmaður, hehehe ég var fljót að sussa á hann því Rúnar var ekki búin að lesa bloggið mitt Whistling

En sem sagt svo Rúnar líti nú ekki út eins og alkohólisti þá drakk hann bara eitt maltglas úti held ég en það dugði til að hann fengi hraustlegt og gott útlit. Annars ætti ég bara að skammast mín fyrir að taka ekki svo mikið sem einn sopa af þessum eðal þjóðardrykk Skota, en ég reikna með að ég hefði litið út allt annað en hraustlega á eftir, en maður veit aldrei fyrst ég prófaði ekki...eða jú Sick

Nú styttist í kosningar og ég ætla ennþá að kjósa D, þau voru nú eitthvað að reyna að æsa mig upp í skólanum í gær en ég þessi yfirvegaða manneskja lét það nú ekki á mig fá og veifaði framan í þau fagurbláum D-bæklingum og benti þeim á að það væri nú trúlega þessu fólki að þakka að þau væru yfirleitt í skóla núna á gamals aldri Whistling Cool 

Annars er það að frétta af mínum atkvæðaveiðum að ég er komin með 221 atkvæði í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir fjögur ár...þetta mjakast Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

hvað ertu komin með mörg í kjördæminu fyrir þingkosningarnar eftir 4 ár?... þú manst komin með a.m.k. 1 í Mosó

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.5.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Já, búin að punkta það hjá mér takk

Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.5.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband