Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir
Langaði að benda ykkur á ótrúlega duglega konu sem er því miður svo óheppin að vera með krabbamein, hún er hins vegar ákveðin í að láta sér batna og ég er viss um að það tekst hjá henni.
http://blog.central.is/gislina
Hana vantar núna hjálp frá okkur til að henni gangi betur að hjálpa sér sjálf. Ef þið vitið um fyrirtæki sem gætu viljað styrkja hana, endilega látið hana vita.
Set hér á eftir síðustu tvær færslur á síðunni hennar.
Styrktarsjóður (Það er Ragna sem skrifar þessa færslu)
Sæl verið þið öll. Ég tók mér það bessaleyfi að skrá mig inn á bloggið hennar Gillíar til að koma smá upplýsingum á framfæri.
Ég er búin að stofna styrktarreikning á hennar nafni fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem vilja aðstoða hana á einhvern hátt. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að fá að umgangast Gislínu nánast á hverjum degi og hafa því margir komið til máls við mig að stofna slíkan reikning. Eftir færslu hennar í gær fannst mér að nú væri rétti tíminn.
Hér koma upplýsingar um styrktarreikning Gislínu
kt. 120161-5559
nr: 513-14-607627
Bestu kveðjur
Ragna mágkona
Vatnsstyrkur
Eins og mörg ykkar vitið þá eru ég og maðurinn minn að fara til Bretlands 11. september að hitta Matthew Manning, breskan heilara sem sagt er að búi yfir sérstökum kröftum sem hjálpar fólki að ná heilsu www.matthewmanning.com. Vinkona mín í Þorlákshöfn spurði mig um daginn hvort ég gæti ekki fengið eitthvert fyrirtæki til að styrkja mig til fararinnar því svona ferðalag kostar hátt á annaðhundrað þúsund. Þótt ég sé ekki fátæk er ég heldur ekki rík og framundan eru launalitilir mánuðir þar sem ég fæ síðustu greiðslu úr sjúrkasjóði VR um næstu mánaðarmót. Þar sem ég var svo óheppin að veikjast í lok síðasta árs á ég ekki rétt á nema 10.000 krónum á mánuði frá TR sem eru örorkubætur, ég fékk heldur ekki niðurfellingu á afborgunum af námslánum þrátt fyrir að læknisvottorðið segði....dauðvona. Ég veit að það er kannski óþarfa eyðslusemi að fara í svona ferðalag en þegar staðan er sú að maður hefur engu að tapa er þörfin fyrir að prófa eitthvað nýtt allri skynsemi yfirsterkari.
Nú langar mig að koma á framfæri hugmynd en hún er sú að ef einhver sem les þetta þekkir til fyrirtækja sem möguleiki væri að fá styrk hjá þá væri ég þakklát ef ég fengi upplýsingar um það og hefði svo sjálf samband. Mér datt í hug að tala við Jón Ólafs vatnskóng því ég þarf að fara með vatn í meðferðina til Matta, auk þess hafði ég ákveðið að færa honum og starfsfólkinu íslenskt vatn í flöskum. Þessi skrif á ekki að taka...ég endurtek...Á EKKI AÐ TAKA....sem beiðni um peninga frá ykkur persónulega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.