Áskorun

Skorað er á fólk að senda póst á ráðuneytin í dag milli kl. 10 og 12 undirritaðan með fullu nafni og kennitölu og með eftirfarandi texta:

Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraða til samræmis við íslenskan veruleika

Upphafsmanneskjan að þessu átaki er Gíslína Erlendsdóttir á   http://www.gislina.blog.is og Þórdís Tinna á http://thordistinna.blog.is en báðar eru að berjast við illkynja krabbamein. 

  Þið getið sent þetta á ;

   postur@fel.stjr.is

  postur@htr.stjr.is

gudlaugurthor@althingi.is

Ég læt fylgja með úrdrátt úr bloggfærslu hjá Þórdísi Tinnu sem ætti að vekja fólk til umhugsunar og sýnir fram á að þessi mál eru alls ekki í lagi:

Ég hringdi í lækninn í gær, vantaði læknisvottorð til að fá restina af sjúkrabótunum mínum og eftir það eru það bara örorkubæturnar- jibbíjej- mæli með því að heilbrigðis og líka félagsmálaráðherra fái örorkubætur í lágmark eitt ár og það verði eina framfærslan þeirra.  Mikið held ég að það myndi snarbreyta stöðunni og bæturnar yrðu þá kannski loksins viðunandi.  Að ætlast til þess að manneskja geti framfleytt fjölskyldu með þessu er algjör firra.  Mér sýnist á öllu að ég fái útborgað það sem eftir er minnar ævi 95.000 krónur á mánuði og með þessu á ég að greiða  af húsbréfum og greiða fasteignagjöld, hita,rafmagn, síma, viðhald á húsnæði, heilsdagsvistun, mataráskrift í skóla, tómstundir fyrir dóttur mín, fatnað, tannlækningar og lækniskostnað þar með talinn kostnað  í sambandi við krabbameinsmeðferðina og svona getur maður endalaust talið.  Og þar fyrir utan þá fær maður ekki júníuppbót, orlofsgreiðslur eða desemberuppbót.  Og í þessu öllu saman þá lendur maður í vandræðum með að greiða af húsbréfunum og þá fær maður ekki barnabætur eða vaxtabætur- eðlilega ekki vaxtabætur en hvergi á norðurlöndum má snerta við barnabótum því að þær eru jú fyrir BÖRNIN Picture (Device Independent Bitmap)

Með von um góða þáttöku,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hanna mín,

takk fyrir að auglýsa átakið þeirra Gíllí og Þórdísar Tinnu - munar alveg örugglega um það!

 Góða helgi vinkona,

Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband