Talandi um áróður.

Þessi tölvupóstur barst Hag Hafnarfjarðar í gærkvöld:

Gott kvöld

Tilefni þess að ég sendi ykkur línu, er bréf það sem búið er að bera í hús í Hafnafirði og kennt við bændur á bökkum Þjórsár.

Þegar undirskriftirnar eru skoðaðar kemur í ljós að fæst af þessu fólki á beinna hagsmuna að gæta. Aðeins, að mér sýnist, tveir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, sem sagt búa á jörðum sem ná að Þjórsá og vatnsréttindi hafa ekki verið seld á.

Annars er þarna mest fólk sem býr fyrir neðan allar virkjanir og svo gamalmenni sem ekki stunda búskap lengur. Það eru ekki nærri allir á þessum lista sem eiga land að Þjórsá.

Með baráttu kveðju
Guðmundur Sigurðsson
Reykhóli Skeiðum

Þetta fannst mér afar athyglisvert og hafði samband við Guðmund. Hann sagði mér þetta til viðbótar:

Það er nú því miður svo að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar eiga til að skreyta sig ýmist með fölskum eða sviknum fjöðrum. Það er alveg dæmigert að eins og með þetta bréf sem þeir komu af stað, að gera það á þeim tíma að erfitt er að koma vörnum við og látið líta svo út að þarna sé um einhvern meirihluta að ræða.

Staðan er sú hjá okkur sem búum við Þjórsá, að hún var gegnum aldirnar búin að herja á lönd, brjóta bakka og flæða um með tilheyrandi skaða. Eftir að farið var að virkja inn á fjöllum hefur þetta mjög breyst til batnaðar, hún er orðin mun rólegri og fastari í farvegi. Það kemur til út af því að framburður hefur minnkað mikið svo hún er hætt að hlaða undir sig.

Með þessum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri Þjórsá mundi hún vera endanlega beisluð í farvegi og landvinningar hefjast hjá mörgum þeim sem eiga land að henni, þar er jafnvel um að ræða hundruð hektara sem er möguleiki að endurheimta.

Kjósum rétt í dag kæru hafnfirðingar, segjum „JÁ“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er eins og áður, lítil innistæða fyrir stórum orðum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 31.3.2007 kl. 13:26

2 identicon

Ja þetta svo sem kemur ekkert rosalega á óvart, þegar fólk er komið í þrot þá fer það stundum þessa leið, að segja hreinlega ósatt, vona bara að hafnfirðingar láti ekki blekkjast og kjósi áframhaldandi uppbyggingu í atvinnulífi bæjarins, kjósi að hafa álverið áfram enn stærra og betra en það er í dag.

Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mjótt var á mununum, það kæmi mér ekki á óvart þó margir hefðu vaknað upp við vondan dreum og gaman væri að vita hvað bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kusu. En eitt er alveg vís en það er að Húsvíkingar gleðjast.

Herdís Sigurjónsdóttir, 1.4.2007 kl. 11:21

4 identicon

700?

Már Högnason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hva ertu hætt að blogga Jóhanna? Er fólk ekki að jafna sig á tapsárunum? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 14:18

6 identicon

700 nýir Hafnfirðingar? Leit stendur yfir.

Már Högnason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:01

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef þetta hefði nú verið satt, hver er þess umkominn að fullyrða að það hefðu ekki eins getað verið fylgjendur stækkunar? Þar sem þetta er ekki satt, þarf sennilega ekkert að spá meira í það.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband