Færsluflokkur: Bloggar

Umhverfismál

Ég var að lesa rosalega góða grein á blogginu hjá Kára Harðarsyni um hjólreiðar.

Allir þeir sem eru að hugsa í raun um umhverfis mál og vilja láta kjósa sig á þeim forsendum ættu að beita sér fyrir bættum hjólreiða-samgöngum. Það er eitt af því besta sem hægt er að gera til að sporna við svifrykinu og CO2 mengun, það er að auka notkun reiðhjólsins. Einnig er mikilvægur hlekkur í CO2 mengunarvörnum er að planta trjám.

Ef fólk vill í raun og virkilega sjá árangur í umhverfismálum, ætti það að hugsa fyrst og fremst um þetta, því þetta er það sem við raunverulega getum gert strax sem þjóð til að minnka mengun.

Endilega lesið greinina hjá Kára, hún er hér. 


Lostavekjandi, MÁ ÞAÐ?!!!

Ég segji nú bara ekki annað en að það er eins gott að klámfólkið kom ekki til landsins, hugsiði ykkur ef það hefði nú komist í góssið, lostavekjandi geitamjólk, ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda. Tala nú ekki um ef einhverjir íslendingar hefðu látið þetta góss ofan í sig og það hefði komist í heimspressuna að íslendingar ætu lostavekjandi geitamjólk.  Við íslenskar konur hefðum getað fengið það óorð á okkur að við værum lauslátar.....úbbbbss það má nú ekki gerast....hmm eða er það of seint?!!!
mbl.is Skyrkonfekt og lostavekjandi geitamjólkurdrykkur afrakstur matarhönnuða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

erfitt að venjast

Voðalega á ég bágt þessa dagana. Ég hélt með Hakkinen á sínum tíma og svo Raikkonen þegar hann tók við. Það var mjög auðvelt þar sem Raikkonen kom til McLaren, var Finni og skemmtilegur ökumaður.

Núna held ég með Raikkonen en á agalega erfitt með að venjast því að hann sé komin til þeirra rauðu (þó Liverpool sé rautt þá er ég ekki svona rosalega rauð). Ég get alls ekki haldið með Massa, finnst hann bara ekki skemmtilegur og á rooooosalega erfitt með að halda með Ferrari. Ég hef reyndar ákveðið þar sem ég er svolítið skotin í Kovalainen, að sjá hvernig það komi út að halda með honum til vara og Renault sem liði, þá gæti ég losnað með tímanum frá honum Rækka mínum og þarf ekki að hugsa meira um þá rauðu.

Ég veit það verður sárt en stundum á fólk bara ekki samleið lengur...Undecided


mbl.is Ferraribílarnir fremstir í Barein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get bara ekki þagað lengur

Mér finnst þetta algjörlega hreint með ólíkindum. Aumingja fólkið varð að skrifa undir yfirlýsingu um það að það myndi ekki særa eða koma illa fram við aðra gesti hótelsins, að það myndi ekki brjóta lög o.s.frv.   HVERJIR AÐRIR HAFA ÞURFT AÐ GERA ÞETTA   

Verður það stefnan í framtíðinni, að "skoðanalögreglan" verður á Keflavíkurflugvelli að láta fólk sem kemur til landsins skrifa undir svona yfirlýsingar og ef einhverra hluta vegna að þeim líki SAMT ekki við viðkomandi að þá skuli hann bara vinsamlegast hundskast úr landi, því við tökum ekki við "svona" fólki. 

...ha en ég ætlaði ba...

...já nei góði minn, út úr landinu með þig.

...já en...

...já "svona" fólk eins og þú fær bara ekki að koma hér inn

...já en ég... 

...ekkert "já en" kjaftæði, út með þig, mér finnst þú ljótur 

 

Ég segji nú ekki annað en að nú eru öfgarnar komnar út í öfgar. 


mbl.is Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Lovísa

Kíkið HÉR

ég er með eitt herbergi laust...

og rúmið er breitt svo það væri hægt að stafla Wink
mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formúlan áfram á RÚV?

Já, ég ætla svo rétt að vona það, ég væri frekar til í að borga aðeins meira til rúv fyrir að horfa á hana heldur en að fara að gerast áskrifandi af annarri stöð til að geta horft...þúsundkall á mánuði aukalega í þá mánuði sem hún er sýnd væri allt í lagi, svo þúsundkall frá mér...eru fleiri með?? Whistling
mbl.is Kostnaður við íþróttadeild RÚV 207 milljónir á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Walk on walk on

alltaf hope in my heart  þegar Liverpool spilar (þó maður verði stundum fyrir vonbrigðum), en þegar á reynir þá sýna þeir hvað þeir geta þessar elskur. Væri nú gaman að fara á Anfield eftir hálfan mánuð af því að ég á það nú alltaf eftir...ætti kannski bara að skella mér í smá heimsreisu, fara á leikinn 7.mars (miðinn gæti þó verið orðið ansi dýr núna) og svo til Ástralíu á formúluna 16.-18.mars af því að ég á það alltaf eftir líka Cool

getið séðu formúlukeppnisskipulagsröðunina hér 

og skemmtilega frétt hér 


mbl.is Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður pistill

Hér er hluti af góðri grein, rituð af Guðjóni Sigurbjartssyni, er í heild sinni hér, hvet ykkur til að lesa.

 

Orkan okkar er mengunarlítil orka sem dregur úr notkun kola og olíuknúinna orkuvera í öðrum löndum. Hjá okkur snýst mengunarþátturinn fyrst og fremst um sjónræna mengun. Það er gott að vernda fallega náttúru en umræðan hér hefur á tíðum verið mjög öfgakennd af hálfu náttúruverndarsinna. Umhverfisyfirvöld eiga að sjálfsögðu að gæta þess að fallegri náttúru sé ekki spillt og hlusta þarf á einstaklinga og náttúruverndarsamtök. En umræðan þarf að vera laus við fáránlega þjóðrembu og yfirdrifna rómantík. Landið er okkar og við eigum að nota það eins og okkur hentar en að sjálfsögðu huga vel að umhverfisþáttum.

Hugsum okkur að meðalhiti væri hér svipaður og í Frakklandi. Þá byggju hér nokkrar milljónir manna og nokkrar stórborgir væru á landinu, m.a. á miðhálendinu. Það er út í hött að halda að allt geti hér verði óbreytt um aldur og ævi. Landið mun væntanlega smám saman verða fjölmennara þó hitinn sé eins og hann er og menn munu þurfa að nýta landið. Það á auðvitað að vernda viss svæði en nota önnur með eðlilegum og snyrtilegum hætti. Framtíðin ber í skauti sínu tækifæri til að njóta náttúrunnar með ýmsum hætti, bæði hér heima og annars staðar.

 


Mjög málefnalegt eða hvað?

Heldur fólk virkilega að það nái einhverju fram með svona framkomu?

Þau athuga það greinilega ekki að þau eru að eyðileggja fyrir hinum sem reyna að berjast á móti virkjunum og álverum á málefnalegan hátt. Held því að það fólk ætti að reyna að róa þessi Frelsissamtök aðeins niður.

 


mbl.is Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband