Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa
Samfélagstölfræðinefndarinnar
kakkalakkafaraldurshætta
kaupmáttarleiðréttar evrur
rennihurðafataskápatilboð
Hæstaréttarmálaflutningsmaður
vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur
Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sætum, meðal annars hunangi og ediki, gúrkum, merg og heila, og loks bragðbættur með ouzo, grísku anís-brennivíni. Í íslenskri umritun eru 180 stafir í orðinu.
...og geri aðrir betur.
Í tilefni þessa, stutt í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Ekkert nema samsæri
Held að þetta styrki nú ekki stöðu hans í liðinu að tala svona. Ég hef hins vegar alltaf verið á móti því þegar annar ökumaðurinn á að vera númer 1 hjá liðinu. Fór frekar í pirrurnar hjá mér þegar Sjúmmi hafði í samningunum hjá sér að vera númer eitt og þóttist svo vera voða sorry þegar Barrichello var sagt að hleypa honum framúr. Ég reyndar hef mikla trú á Kovalainen og trúi því að hann þurfi ekkert svona til að vera betri en Fisichella, held að Fisichella sé eitthvað að reyna að tryggja sig upp á þegar hann verður á eftir Kovalainen að hann hafi þá einhverja afsökun.
Þetta virðist hinsvegar vera ótrúlega ríkt í okkur mannfólkinu að hugsa um allt sem samsæri og svik, sé reyndar alltaf Örn Árnason fyrir mér þegar ég hugsa um samsæri
![]() |
Fisichella: Renault gerir hugsanlega upp á milli ökuþóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Æi
Voðalega getur fólk verið blint til hliðanna. Ef hún er nógu falleg til að vera fegurðardrottning, hvaða máli skiptir þá að hvort hún sé móðir eða ekki?
Ætli ég geti þá boðið mig fram í að taka við titlinum þar sem ég er ekki móðir ef það er aðalatriðið? Verð ég ljótari þegar ég verð móðir? ....ja hérna þá ætti ég kannski að spá í að sleppa því
![]() |
Spænsk fegurðardrottning dæmd úr leik fyrir að vera móðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Já nú líst mér á ykkur

![]() |
Svíar vilja fá Eirík áfram í vinsæla sjónvarpsþætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Ég og heilinn minn
Þó það væri ekki nema bara vegna nafns lagsins hans Dr Gunna og Heiðu þá finnst mér að það hefði átt að vinna "júróið", me and my brain, are going in sane, together sem ein heild, já virkar vel, svo er Heiða alltaf svo skemmtileg og er ein og sér algjör hamingjubomba.
Ég er mjög sátt við lagið hjá Eiríki og hlakka til að sjá hvernig gengur hjá okkur 10.maí, eigum alveg séns, alltaf að vera bjartsýn, ég meina við unnum frakka um daginn í handbolta, aldrei að segja aldrei.
Ég á mikinn söngferil að baki og svo ég nefni aftur bræður mína þá dáðist eldri bróðir minn alltaf að mér þegar við vorum krakkar að ég gæti sungið alveg eins og var gert í útvarpinu...en það er nú ekki lengur...hvorugt...ég get ekki sungið eins og í útvarpinu og bróðir minn er löngu hættur að dást að söngnum hjá mér, aðallega að dást að söngnum hjá sjálfum sér núna...en hann er líka einn um það hehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Kaffidrykkjan mín
Já þetta er nú efni í heila sögu, ja allavega í heilt blogg...hvað er annars heilt blogg...hmmm.
En já ég hef ekki verið mikil kaffidrykkjumanneskja í gegnum tíðina, hef það er að segja aldrei orðið háð því, fyrr en kannski núna. Ég byrjaði að drekka kaffi fyrir rúmum fimmtán árum eða í nóvember 1991, en þá var ég í fyrsta og eina skiptið atvinnulaus og stóð það í heilan mánuð. Veit ekki alveg af hverju ég eiginlega byrjaði að drekka kaffi vegna þess, en það er samt ástæðan, hversu skrýtið sem það hljómar.
Hinsvegar hef ég ekki drukkið kaffi að staðaldri síðan en samt nokkuð jafnt núna síðustu ár. Er þó bara nýfarin að laga mér kaffi heima hjá mér, drakk alltaf bara kaffi í vinnunni, skólanum og hjá einni vinkonu minni. En til að gera langa sögu stutta og koma að því sem mig langar að spyrja ykkur að, þá byrjaði ég á síðasta ári að drekka kaffið alveg svart, var komin niður í undanrennuna (hljómar vafasamt) og ákvað því að sleppa því alveg að setja eitthvað útí. Fyrir þremur vikum síðan byrjaði ég aftur að nota mjólk og þá kem ég að punktinum mínum. Mér finnst best að nota mjög litla mjólk og var í vandræðum að fá nógu litla mjólk til að blandast saman við kaffið í glasinu án þess að nota skeið. Þá datt mér það snjallræði í hug að setja mjólkina alltaf á undan kaffinu í glasið. Ég segi það og skrifa, þetta er algjör snilld og fáránlegt að þetta geri ekki allir. Hvaða "lógík" er í því að setja kaffið á undan og þurfa svo að hræra í? Auðvitað setur maður fyrst mjólkina og svo kaffið og ekkert vandamál, eins og þetta er nú stór hluti af vandamálum heimsins í dag
Góðu fréttirnar í dag að Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfunni, ÁFRAM HAUKAR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
vóóóó

![]() |
Fíll gekk berserksgang á pólóleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
ótrúrlegt en frábært

![]() |
Viagra sagt hafa bjargað lífi fyrirbura |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
það sem gerist annarsstaðar...
...getur gerst hér líka. Var ekki nýlega verið að finna 10 tonn af pósti í Bretlandi, allt frá árinu 1999?
Þessum hefur bara langað að sjá hvað hann gæti safnað mörgum tonnum...
![]() |
Gamall póstur borinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Fundur vegna stækkunar Alcan
Var á góðum fundi í gærkvöldi í Kænunni í Hafnarfirði þar sem Landsmálafélagið Fram bauð upp á skemmtilegar og málefnalegar umræður. Hallur Helgason var fundarstjórinn og stýrði fundinum af röggsemi. Frummælendur voru Andri Snær og Guðlaugur Þór og við pallborðsumræðurnar bættust Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur Ólason oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, Pétur Óskarsson frá Sól í Straumi og Birna Pála Kristinsdóttir frá Alcan.
Lúðvík gaf það skýrt út að ef kosningin okkar segir "já" þá komi ekki til greina að fresta framkvæmdum við stækkun nema að Alcan vilji það sjálft, sama hvað flokksystir hans tautar og raular um frestun.
Andri Snær talaði alltof mikið um álversframkvæmdir á Íslandi sem eina heild. Munurinn er hinsvegar sá að Alcan hefur verið í þessu ferli frá því árið 1999 eða 2000, svo það er ansi mikill munur á að fara að stoppa það eða aðrar framkvæmdir sem verið er að tala um til dæmis í Helguvík og á Húsavík. Andri var reyndar mjög skemmtilegur eins og hans er von og vísa og kom með marga góða punkta og hann er sammála okkur öllum í því að við verðum að hafa fjölbreytt atvinnulíf á Íslandi. Hann vill að kortlagt verði í hvaða greinum við eigum eftir að hasla okkur völl. Hann benti þó á að við erum farin að vera áberandi á ýmsum völlum eins og í gervilimum, dvergkafbátum úr áli, úrum, fötum og fleiru. Það hlýtur þó að vera til margt annað sem við getum gert.
Guðlaugur Þór kom með góða punkta einnig. Hann benti meðal annars á að ef við værum með kol í staðin fyrir hitaveitu, þýddi það eina milljón tonn af kolum á ári sem myndaði þrjú milljón tonn af koltvísýringi. Ef við værum með kol í stað vatnsorku þýddi það fjögur millljón tonn af kolum og 12 milljón tonn af koltvísýringi. Benti á þá skemmtilegu staðreynd sem ég hef ekki hugsað út í áður, að sá siður að snúa glösum á hvolfi upp í skáp varð til vegna kolaryks, þeim var sem sagt snúið á hvolf svo þau fylltust ekki af kolaryki. Hann sýndi okkur mynd frá árinu 1930 þar sem lá kolaryksský yfir Reykjavík.
Spurningar voru leyfðar úr sal, sem var fullur og vel það, og þær spurningar sem komu voru mjög góðar. Þetta var held ég með málefnalegustu og bestu fundum sem ég hef farið á og mega allir vera stoltir af því sem hann sátu.
Læt þetta duga í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)