Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Flugdrekahlauparinn
Ég las Flugdrekahlauparann um jólin. Sögupersónan er frá Afganistan og stór hluti bókarinnar gerist þar. Þetta er mjög góð bók og ég mæli hiklaust með henni. Það sem hins vegar gerir hana mest frábrugðna öðrum bókum sem ég hef lesið er það að næstum allan tímann var ég mjög reið út í sögupersónuna og hafði enga samúð með henni og langaði mest að tuska hana rækilega til. En það er eitt af því sem gerði hana svona góða
Mæli með að þið lesið hana, gott fyrir okkur að vita að einu sinni var lífið í Afganistan betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
ánægjuleg frétt...
![]() |
Þriðja mesta mjólkurframleiðsluárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
heppin...
![]() |
Sexburar fæddust í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
lífið bara batnar ;-)
hafa ekkert annað við tímann að gera en að finna eitthvað svo mér líði
betur. Hef oft verið talin fljótfær en veit núna að það er best, las
líka í morgun enn eina sönnun þess að súkkulaði er hollt, á að borða
súkkulaði fjórum sinnum í viku.... snilld og suðusúkkulaði er meira að
segja betra en mörg önnur.... lífið er dásamlegt.
![]() |
Skyndiákvarðanir geta stundum reynst vera þær bestu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
...og önnur
Mitt fyrsta blogg, mitt fyrsta bros, mín fyrsta hrösun...eða þannig...þetta er lygi, ég hef bloggað, brosað og hrasað um árabil. Það er líka þannig að ef maður hrasar er gott að brosa á eftir og blogga svo um það...
Ég er reyndar með aðra síðu hér í bloggheiminum á mbl en þar er ég undir merkjum Barðstrendinga og ákvað ég því að gera aðra fyrir mig þar sem ég vil ekki láta allt flakka nema þess fullviss að fólk viti að ég er að tala fyrir sjálfa mig og engan annan.
Mér finnst það oft vera þannig að fólk er að rembast við að fá annað fólk til að vera sammála sér, af því að það sem mér finnst er auðvitað það eina rétta og í meira lagi furðulegt að aðrir sjái það ekki þegar það blasir svona skýrt við manni.
Nú er það svo að við íslendingar erum með eindæmum heppnir með að við getum sagt okkar skoðanir án þess að eiga á hættu að vera stungið á bak við rimla eða eitthvað þaðan af verra. Á tímum bloggsins hefur það meira að segja aldrei verið auðveldara að segja sína skoðun á almannafæri. Bloggin eru hinsvegar misvel skrifuð og þar af leiðandi mismikið lesin og mismikið skilin og misskilin. Þar sem við erum með mismikla hæfileika til að tjá okkur á prenti, þá vilja bloggin stundum vera misskilin, því við lesum ekki tóninn í orðunum nema hjá þeim allra prentfærustu. Við hinsvegar ímyndum okkur alltaf tóninn um leið og við lesum orðin en hann er ekki endilega réttur, og við getum ómögulega vitað hvort hann er réttur. Þetta er svona svipað og tala við manneskju í síma og maður heldur um leið að maður viti hvernig hún lítur út.
Þegar ég skrifa bloggfærslu finnst mér nú augljóst hvaða tónn er í henni auðvitað heyrist tónninn, en nei ég hef gert mér grein fyrir því að þetta er mikill misskilningur hjá mér og ómögulegt að heyra tóninn í mér á prenti. Ég ætla hins vegar að gera mitt besta til að þið heyrið tóninn í bloggunum mínum og bíð og vona með það heilræði í huga að batnandi manni er best að lifa og í þeirri trú að konur séu líka menn.
Í þessu bloggi er ég til dæmis mjög róleg og yfirveguð með pínu pínu broskipru í öðru munnvikinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)