Færsluflokkur: Bloggar

Lenín fundinn

Hvar væru íslendingar ef Lenín, Stalín og Hitler hefðu ekki verið til og herinn aldrei komið til Íslands, held að við ættum að reisa brjóstmynd af þeim öllum...
mbl.is Fundu styttu af Lenín á miðju Suðurskautslandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn sem leiðtogar ? neeei varla...

Fór á skemmtilegan fyrirlestur á fimmtudaginn, þar sem var aðallega verið að tala um að fá góða hugmynd og koma henni í framkvæmd, stofna og reka fyrirtæki og þess háttar.

Meðal annars var spáð í hvað þyrfti til að vera leiðtogi. Svarið var mjög einfalt og útskýrir af hverju stjórnmálamenn nútímans geti ekki orðið leiðtogar. Til að verða leiðtogi máttu ekki hræðast neitt. Sem þýðir það að þú verður að vera samkvæmur sjálfum þér, vera óhræddur við að gera mistök og óhræddur við skoðanir annarra.  Af hverju geta þá stjórnmálamenn nútímans ekki orðið leiðtogar? Jú, þeir eru alltaf hræddir, þeir eru hræddir við að gera vitleysu, því ef þeir gera vitleysu verða þeir kannski ekki kosnir aftur, ef þeir gera vitleysu verður flokksforinginn kannski reiður, ef þeir gera ekki það sem allir eru pínulítið sáttir við er ekki víst að þeir verði kosnir aftur, þess vegna blasir við sú staðreynd að það eru allir komnir inn í miðju og þora hvorki að hugsa eða horfa til hægri eða vinstri.

AF HVERJU ER EKKI TIL STJÓRNMÁLAMAÐUR SEM SEGIR, ÞETTA ER MÍN STEFNA OG ÉG STEND VIÐ HANA, SAMA HVAÐ ÞIÐ SEGIÐ. 

Af hverju er ekki í boði fyrir mig að kjósa stjórnmálamann sem lofar mér einhverju og leggur svo allt sitt í að standa við loforðið. Það er svooo mikið af stjórnmálamönnum sem lofa svooo mörgu og standa við svooo sárafátt. Oft er það meira að segja þannig að þegar þeir standa við loforð þá er það ekki einu sinni 100%, einhversstaðar í millitíðinni varð til málamiðlun til að gera fleiri pínulítið ánægða. Svo í staðinn fyrir að 5000 manns eru rosalega ánægðir, verða 8000 manns pínulítið ánægðir og enginn rosalega ánægður.

Mætti ég þá biðja um færri loforð sem standast að fullu. 


hitanæm málning

já nú er ég orðin endanlega galin að fara að tala um hitanæma málningu. Ég var í dag í vinnunni að leita á netinu að hitanæmri málningu og datt inn á þá bráðskemmtilegu hugleiðingu hvað væri sniðugt ef bílar væru málaðir með hitnæmri málningu. Þá hefði bíllinn minn kannski verið silfurgrár í dag, en gulur þegar fer að rigna, rauður í sólskini o.s.frv. Mér finnst þetta snilldarhugmynd og er núna að spá í að drífa í að mála bílinn minn, hvað þarfara hefur maður svo sem að gera Cool

kunna að bjarga sér

verst að hafa ekki vitað af þessu fyrr, hefðu kannski glöð viljað taka á móti 35 ára konu frá Íslandi, getað dundað sér við að kenna mér kínversku... kennir mér að fylgjast betur með Woundering
mbl.is Uppkomin dóttir óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcan stækkun

Margir tala um sjónmengun af álverinu í Straumsvík. Umhverfi álversins er með snyrtilegustu iðnaðarlóðum sem ég hef séð. Hins vegar ef skoðað er hinumegin við Reykjanesbrautina erum við komin í mjög svo sóðalegt umhverfi. Það virðist ekki vera nema eitt fyrirtæki þar, Íslandsprent, sem hefur fyrir því að líta þokkalega út, enda tekst þeim það mjög vel, allt mjög snyrtilegt og flott hjá þeim. Ef byggingar Isal eru sjónmengun, hvað eru þá blokkirnar í Vallarhverfinu annað en sjónmengun og þá aftur byggingarnar í iðnaðarhverfinu hinumegin við Reykjanesbrautina ? Hvað er IKEA annað en sjónmengun í þessu fallega hrauni ? Hve stór hluti íbúa á Völlunum sjá álverið út um gluggan hjá sér, ótrúlega lítið hlutfall held ég. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef Isal fær að stækka, þá verður það landsvæði sem það mun standa á, eins snyrtilegt og það getur orðið ef verður byggt á því á annað borð, og það er ekkert ef, því það verður byggt á því, hvað sem verður svo byggt.

Nálægð við byggð er þekkt um allan heim. Hjá til dæmis frændum okkar í Noregi eru álver inn í grænum dölum með íbúabyggð alveg upp að girðingu, allir eru sáttir, því fólk veit hve mikils virði þau eru fyrir samfélagið og að því stafar engin hætta af þeim.

getfile

Fram kemur á heimasíðu Isal:  „...viðmiðunarmörk sem gilda um flúor taka mið af því að gróður er mun viðkvæmari fyrir flúormengun en fólk.  Þannig eru heilsuverndarmörk fyrir fólk 30 sinnum hærri en þau viðmiðunarmörk fyrir gróður sem okkur er gert að uppfylla“ ( http://www.alcan.is/?PageID=215 ).

Það er einnig ljóst að þó Isal verði ekki stækkað verður samt virkjað í Þjórsá, því það er vöntun á rafmagni. Ég þekki mann sem þekkir mann sem á foreldra sem eiga land að Þjórsá. Hann hefur eftir þeim að af þeim sem eiga land að Þjórsá er einungis einn sem er á móti því að virkja, svo hvað erum við að rífa kjaft sem vitum ekki um hvað er verið að tala. Teljið þið ykkur vita um hvernig virkjanir er verið að tala ? Áður en þið játið því, bið ég ykkur að brjóta odd af oflætinu, kynna ykkur málið og athuga hvort þið hafið rétt fyrir ykkur. Eruð þið viss um að virkjun sé bara eitthvað slæmt ?

Læt þetta duga í bili á meðan þið athugið þetta.


eitthvað fyrir skattinn ?

Nei hann býr víst ekki á Íslandi og má kaupa sér snekkjur og það margar án þess að skatturinn kássist upp á hann, vona bara að rússarnir með geislavirku efnin séu ekki óvinir hans Crying
mbl.is Abramóvítsj lætur smíða stærstu snekkju heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tveir góðir saman

hmmm, gat hann nú ekki fundið sér betri vin en þetta, kannski að líkur sækji líkan heim, verður kannski komin í vísindakirkjuna von bráðar og Victoría hættir að brosa..., vonum ekki en "common" Tom Cruise...

 


mbl.is Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegur punktur í umræðuna um stækkun Alcan

Viðtal við Rannveigu Rist í Viðskiptablaðinu í dag. Þar kemur fram nausynlegur punktur sem lítið hefur sést í umræðunni um stækkun Alcan.

 "Rannveig segir jafnframt að athugasemdir íbúa hafi komið á elleftu stundu en undirbúningur fyrir stækkun álversins hófst árið 1999. "Hinn lögformlegi farvegur svona verkefna er skýr og felur í sér ítarlega kynningu með tilheyrandi kæruferli þar sem hægt er að leggja fram athugasemdir formlega. Í okkar tilfelli kynntum við sjónarmið okkar og fyrirhuguð áform ýtarlega þegar við fórum í gegnum umhverfismat árið 2002 og aftur þegar við fengum starfsleyfi 2005," segir Rannveig. Íbúakosningin í Hafnarfirði er hin fyrsta þar sem kosið er með beinum hætti um framtíð einstaks fyrirtækis í sveitarfélagi með þessum hætti."

http://www.vidskiptabladid.is/index.php?menu=news&sub=&id=31776

 


Stækkun Alcan

Umræðan um stækkun Alcan í Straumsvík hefur gerst sífellt háværari undanfarnar vikur, sem er mjög eðlilegt og ekkert nema gott um það að segja. Mér hefur hinsvegar fundist vanta þær raddir inn í umræðuna sem eru fylgjandi stækkun. Kannski er það af því að við sem erum fylgjandi erum svo bjartsýn og jákvæð í eðli okkar að við trúum ekki öðru en það verði af stækkun og finnst því allt í lagi að hinir fái að rasa út á meðan þeir geta. Kannski er það af því að fjölmiðlum, eins og oft hefur verið rætt um, virðist finnast meira spennandi að birta neikvæðar fréttir. Það má til dæmis sjá á því að þegar Alcan gaf diskinn fræga á öll heimili í Hafnarfirði, þá komu örlitlar tilkynningar í blöðunum um það á lítt áberandi stað og engin mynd. Þegar hinsvegar örfáum diskum var skilað til baka varð þessi gjöf allt í einu orðin að forsíðufrétt og sjónvarpsefni.

Ég er fylgjandi stækkun, en ég er ekki hlutlaus því ég vann í tæp tíu ár hjá Isal og vinn núna hjá Stímir hf, sem sérhæfir sig í þjónustu við álver. En í staðin tel ég mig vita betur en margir aðrir um ýmsar staðreyndir sem snúa að áhrifum stækkunar.

Ég er sem sagt ein af þeim sem gæti átt starfið mitt undir því hvort verði af stækkun eða ekki. Eins og oft hefur komið fram þá er það staðreynd að ef ekki verði af stækkun mun það stytta líftíma álversins, en þó mjög óljóst hve mikið hann muni styttast. Þetta er ekki hótun eins og margir telja, heldur staðreynd sem þarf að vera uppi á borðinu þegar rætt er um stækkunina. Ég er hinsvegar bara ein af fjölmörgum sem þetta á við um. Eins og fram kemur á heimasíðu Alcan, þá námu viðskipti Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði tæpum 2 milljörðum króna. Takið eftir að þetta eru bara fyrirtæki í Hafnarfirði, svo heildartalan til allra íslenskra fyrirtækja er mun hærri. Með tilliti til þessa skil ég ekki hve umræðan snýst mikið um hversu há upphæð kemur til með að renna til Hafnarfjarðarbæjars sjálfs, hún er bara brot af því sem fyrirtæki í Hafnarfirði eru að fá í tekjur frá Alcan, og nota bene fyrirtæki sem borga líka sína skatta og hafa sumhver orðið til vegna starfsemi Isal, eins og Stímir, og önnur eru stærri og tekjuhærri vegna starfseminar, eins og til dæmis Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem er móðurfyrirtæki Stímis. Ég er hrædd um að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hve Isal er stór hluti af samfélaginu okkar.

Þetta er eitt af mörgum rökum fyrir því að ég vil að Alcan fái að stækka, kem með fleiri seinna. Ástæðan fyrir því að það er misjafnt hvort ég skrifa Alcan eða Isal er sú að Isal hefur ekki alltaf verið í eigu Alcan.

Hvet ykkur til að kíkja á http://www.alcan.is/?PageID=208 þar sem mörgum þörfum spurningum er svarað.


Danir eða Norðmenn

Ef við gætum valið um hvort við vildum norskan eða danskan her, hversu líklegt haldið þið að við myndum velja danskan her... svona móralslega séð held ég að það yrði mjög hæpið...
mbl.is Áhugi Dana á heræfingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband