Ferming og afslöppun

Jæja, þá er páskafríið langþráð framundan og mikið er ég fegin að kosningarnar voru fyrir páska, þá nýtast þeir í afslöppun eftir svolítið klikkaðar vikur.

Á morgun ætlum við skötuhjúin að skjótast austur á Klaustur í ferminguna hennar frænku minnar Katrínar Ingibjargar Dalkvist. Við komum svo heim í fagra fjörðinn á föstudag en förum væntanlega í sveitina svo eitthvað um helgina, anda að okkur sveitaloftinu, liggja upp í loft, lesa bók og hvaðeina sem okkur dettur í hug til að slappa af Cool

Ef að líkum lætur verð ég fjarverandi á blogginu fram yfir helgi, allavega til að skrifa eitthvað, kannski maður lesi smá hjá þeim sem verða duglegir að blogga.

Svo styttist í alþingiskosningarnar, hlakka til að sjá úrslitin úr þeim. Grunar að einn flokkur frekar en annar hafi sótt sér ansi mörg atkvæði á síðustu helgi...og þá er ég ekki að tala um Samfylkinguna eða Vinstri Græna. Hmmm, hverja skyldi ég vera að tala um? Wink

Samfylkingin var og er alltaf að hrósa sér af íbúalýðræðinu sem hún kom á hér í Hafnarfirði en hélt því samt statt og stöðugt fram fyrir kosningarnar hér, að ef við samþykktum stækkun Isal, ætlaði hún samt að gera allt sem hún gæti til að það yrði ekki að veruleika??? Skrýtið lýðræði það FootinMouth

Fulltrúi Vinstri Grænna í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sagði fyrir kosningar að hún myndi virða niðurstöðurnar en ef við samþykktum stækkun Isal myndi hún samt halda áfram að mótmæla og kjósa gegn því sem tengdist stækkun??? Mikil virðing þar á bæFootinMouth

En ég læt þetta duga fyrir páska, er farin í afslöppun Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hafðu það nú gott kerling og slappaðu af .

Já maður er búinn að sjá og heyra ýmsar skilgreiningar á íbúalýðræði undanfarið og það snýst ekki allt um lýðræði.

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.4.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Ólafur Als

Góðar stundir og svo er bara að taka slaginn fyrir 12.maí.

Gleðilega páska,

Ólafur Als, 6.4.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: HP Foss

"Við komum svo  heim í fagra fjörðinn"?? Er ekki fallegt hjá Dúdda bróður. Ég bara spyr og hvái, allt í senn. Jens í Hátunum segir að það séu margar góðar lautirnar í Landbrotinu og glottir ógurlega. Sjálfsagt gamlar minningar.

HP Foss, 9.4.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Við erum svo heppin að það getur verið fallegt á mörgum stöðum í einu Finnst reyndar ekki fallegt í sjálfu Landbrotinu þó það sé fallegt útsýni í fjarska en það er fallegt á Kirkjubæjarklaustri.

Ég er búin að hafa það voða notalegt um páskana, bæði heima hjá mér og í sveitinni. Vona að þið hafið líka haft það gott, bæði karlar og kerlingar

Jóhanna Fríða Dalkvist, 10.4.2007 kl. 08:08

5 Smámynd: HP Foss

já, það er alvega satt. Landbrotið er ekkert sérstakt, endalausir hólar.

HP Foss, 10.4.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband