Hagyrðingakvöld

Fór á hagyrðingakvöld hjá Barðstrendingafélaginu í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Þetta var tilraun hjá okkur og tókst hún með eindæmum vel, svo það er nokkuð ljóst að við gerum þetta aftur.

Við byrjuðum á að hafa smá kennslu þar sem kenndir voru einföldustu braghættirnir. Ég hef nú alltaf talið mig kunna það allra einfaldasta en það var nú aldeilis ekki þannig. T.d. lærði ég að stafurinn „é“ stuðlar ekki með öðrum sérhljóðum, heldur með sjálfum sér og „j“. Á heimasíðu Kvæðamannafélagsins Iðunnar er „é“ meira að segja sagður samhljóði, sem hann er þá trúlega með réttu, sem segir mér að ég var líka að fá nauðsynlega upprifjun í íslenskri málfræði. Alltaf að læra Smile

Ég orti nú ekki mikið og það sem ég orti var ekki merkilegt, hér er t.d. eitt dæmi þar sem ég botnaði fyrri part.

Ef að fæðist vísa væn

verður margur hissa

Ég yrði bæði gul og græn

og gæti þurft að pissa.

 

En ég er búin að hafa það með eindæmum gott, skrepp reglulega í sveitina núna, byrjuð á sumarönninni í skólanum í bráðskemmtilegu fagi, Nýsköpun og stofnun fyrirtækja og loksins að komast á rétt ról í vinnunni eftir kosningatörnina fyrir 31.mars. Apríl hefur farið meira og minna í frágang eftir það og svo páskafrí og Skotlandsfrí. Svo stefnum við að því að skreppa jafnvel í sauðburð á Strandirnar um miðjan maí, langt síðan að ég hef séð og hvað þá komið við og fundið lyktina af nýfæddu og slorugu lambi Cool

Svo er bara allt í fína í Kína lík Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var stórfínt kvöld hjá okkur já    Er strax farin að hlakka til þess næsta!  Á ég ekki að setja eina sem ég botnaði líka?

Hagyrðinga hópur stór

hér er kominn saman.

Ef ég hefði hjá mér bjór

held ég væri gaman!

Bið að heilsa á Strandirnar.

Ólína Kristín (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Allir herna i Skotlandi tilbunir til ad horfa i kvold   Annars fekk eg afall i morgun thegar eg tok eftir thvi ad thad vaeri 1. mai og thatturinn hefdi verid 31. april

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 1.5.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Hlytur ad vera nokkud gott ad koma fram i sama thaetti og forsetinn   Godur thattur hja Sally, en thessi vinstri graena kona hefdi getad greitt ser adeins odruvisi.  Alltaf thegar myndavelin var a henni var eins og thad var buid ad stinga prjon i gegnum hausinn a henni   Kannski thess vegna er hun pinu skrytin

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 2.5.2007 kl. 14:43

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

sástu þáttinn? Allar vinstri grænar konur eru skrýtnar

Jóhanna Fríða Dalkvist, 2.5.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband