Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Fyrirsögnin minnti mig á "uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa".
En í dag er að byrja utankjörfundaratkvæðagreiðsla þar sem kjósa á um stækkun Alcan í Straumsvík. Ég er búin að gera upp hug minn eins og margir vita en ég ætla að bíða með að kjósa þangað til stóra daginn 31.mars.
Hvet alla Hafnfirðinga til að kjósa en kynna sér staðreyndir áður en þeir taka ákvörðun um málið.
Við erum ekki að kjósa um virkjun Þjórsár og við erum ekki að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með því að stækka ekki í Straumsvík, því álið verður framleitt einhversstaðar annarsstaðar ef við gerum það ekki. Þá er bara spurning um hvar það verður framleitt hvort það mun hafa meiri áhrif á hlýnun jarðar eða sömu áhrif.
Eigið góðan dag
P.s. vildi hengja færsluna við fréttina, þess vegna kemur hún aftur hér
![]() |
Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna stækkunar álvers hefst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Fyrirsögnin minnti mig á "uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa".
En í dag er að byrja utankjörfundaratkvæðagreiðsla þar sem kjósa á um stækkun Alcan í Straumsvík. Ég er búin að gera upp hug minn eins og margir vita en ég ætla að bíða með að kjósa þangað til stóra daginn 31.mars.
Hvet alla Hafnfirðinga til að kjósa en kynna sér staðreyndir áður en þeir taka ákvörðun um málið.
Við erum ekki að kjósa um virkjun Þjórsár og við erum ekki að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með því að stækka ekki í Straumsvík, því álið verður framleitt einhversstaðar annarsstaðar ef við gerum það ekki. Þá er bara spurning um hvar það verður framleitt hvort það mun hafa meiri áhrif á hlýnun jarðar eða sömu áhrif.
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
gleymdist eitthvað ?

![]() |
Fjörutíu árum á eftir tímanum í umferðarmenningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Alcan og Þjórsá
Þá er það staðfest að þó svo að álverið í Straumsvík verði ekki stækkað verður samt virkjað í Þjórsá, þetta kom fram hjá Friðrik Sophussyni á Morgunvaktinni í morgun. Margir hafa viljað halda því fram að það myndi "bjarga" Þjórsá að kjósa á móti stækkun, en það er sem sagt ekki þannig. Friðrik segir að þetta sé besti virkjunarkostur á landinu. Það eru lón fyrir ofan sem eru búin að hreinsa vatnið. Það er aðeins brot af svæðinu sem fer á kaf sem tilheyrir ekki nú þegar árfarveginum. Hjá þeim bónda sem mest heyrist í að er á móti þessu kemur trúlega ekkert til með að breytast. En endilega hlustið á viðtalið, það er mjög fróðlegt.
getið hlustað á viðtalið hér
Einnig kom fram í hádegisfréttum að fundur sem var haldin í gær fyrir austan til að mótmæla þessum virkjunum var nær eingöngu skipaður aðkomufólki en ekki fólki sem á land að Þjórsá.
Hafnfirðingar, við erum að fara að kjósa um stækkun álversins okkar í Straumsvík, ekki um virkjun Þjórsár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
gott fyrir menn og apa

![]() |
Sérfræðingur í feng shui fenginn til að innrétta fyrir apa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Hvað þarf að gerast?
Takk fyrir góðar athugasemdir við bloggið mitt um vinnutíma kennara, hvet ykkur hin til að lesa þær.
Hvað þarf að gerast til að kennarar fái að minnsta kosti það sem þeir hafa samið um og eiga rétt á ?
Þarf að koma ný framvarðasveit sem gerir eitthvað í málunum ?
Hvernig stendur á að það er hægt að brjóta á rétti þessa fólks án þess að nokkur gerir neitt ?
Er það af því að við vitum að þetta fólk leggur sig alltaf jafn mikið fram við vinnuna hvort sem það fær allt eða ekkert ?
Þurfa virkilega að koma til uppsagnir eins og gerðist hjá leikskólakennurum þannig að ekki verði hægt að manna skólana og því verði að senda börnin heim ?
Til ykkar sem ráðin hafa...KOMASO...
![]() |
Kennarar mótmæla launum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
góð hugmynd

![]() |
Viagra selt án lyfseðils á Valentínusardaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Moon shadow

![]() |
Pirraður flugfarþegi handtekinn fyrir að hafa látið buxurnar falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Ótrúleg íþróttakona
fær væna upphæð í hvert skipti sem hún setur heimsmet, skynsöm stelpa
verð ég að segja. Enda er hún svo langt á undan sínum svokölluðum
keppinautum að hún getur gert þetta í rólegheitum. Væri samt gaman að
sjá meiri keppni í þessari grein. Greinin er reyndar ung og á uppleið í
bókstaflegri merkingu, man fyrir nokkrum árum þegar manni fannst 4,40
metrar alveg ótrúlegur árangur, svo eftir nokkur ár verður sjálfsagt
meiri samkeppni, þegar þessar ungu sem hafa þessar sem fyrirmyndir
verða komnar fram í dagsljósið.
![]() |
Isinbajeva bætti heimsmetið innanhúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Vinnutími kennara
Það virðist vera viðkvæmt mál fyrir marga að ræða vinnutíma kennara og nú á að fara að gefa út bækling sem útskýrir vinnutíma þeirra og sýna fram á að þeir vinni jafnmarga tíma á ári og aðrir.
Þetta skil ég ekki. Hverjum kemur það við hvað kennarar vinna marga klukkutíma á ári? Hvort sem þeir vinni fleiri klukkutíma eða færri en ég, þá er mér bara nákvæmlega sama. Ef fólk heldur að kennarar hafi það svona gott að vera "alltaf í fríi" af hverju eru þá ekki miklu meiri ásókn í þessar stöður? Ég segji fyrir mig að mér finnst kennarar vera að vinna ótrúlegt starf og það verður held ég alltaf erfiðara og erfiðara að vera kennari. Þeir mega ekkert gera, mega varla eða ekki skamma krakkana en eiga samt nánast að ala þau upp. Það er allskonar aukaálag á kennurum, þeir gera svo miklu meira heldur en að standa fyrir framan hóp af krökkum og þylja upp einhver fræði. Þeir ættu að vera með miklu hærri laun og ættu ekki að þurfa að skila eins mörgum klukkutímum á ári eins og allir aðrir. Þeir þurfa reglulega að hlaða batteríin svo þeir endist í starfi, því við viljum jú helst að það sé ekki miklar kennarabreytingar. Þegar einu sinni eru komnir góðir kennarar viljum við halda þeim. Það ætti frekar að gefa þeim auka dekurdaga reglulega yfir árið.
Ég verð því að segja það að ef þessi bæklingur kemur til með að sýna mér að kennarar vinni jafnmargar klukkustundir á ári og allir aðrir, verð ég fyrir smá vonbrigðum, því ég get svo vel unnt þeim þess að vera í meira fríi en ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)