Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Ég hefði nú frekar viljað að íslendingar keyptu

![]() |
Bandaríkjamenn að eignast Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Hagsæld í Hafnarfirði
Ég fór á stefnumót fyrirtækja í Hafnarborg síðasta föstudagsmorgun sem nefndist Hagsæld í Hafnarfirði. Þar kom margt fram sem almenningur kannski ekki veit en þyrfti að vita. Ég sá því miður ekki fréttirnar um kvöldið en mér skilst að þar hafi verið snúið út úr flestu sem kom fram eða klippt til þannig að önnur merking og útkoma var fengin.
Þær upplýsingar sem ég fékk á fundinum voru m.a. þessar:
Lúðvík Geirsson talaði fyrstur og fór yfir ferlið sem Alcan hefur verið í undanfarin ár. Hann sagði okkur frá nýja deiliskipulaginu sem við erum að fara að kjósa um og sýndi okkur myndir. Mér leist mjög vel á þetta og satt best að segja miklu betur en ég átti von á og er ég þó eindregið hlynnt stækkun. Með auknum mengunarvörnum verða viðmið brennisteins lækkuð um ca helming. Þynningarsvæðið er minnkað um meira en helming og sýndi hann myndir og færði rök fyrir hvernig það var hægt. Sjónmengun verður minni og verð ég að segja að myndirnar voru mjög flottar sem hann sýndi. Byggingar sem áttu upphaflega að standa við Hafnarfjarðarenda Kerskálanna færast inn á milli skála. Trjámanir verða settar allavega þeim megin sem snýr að Hafnarfirði, sem minnkar töluvert sjónmengun og hávaðamengun ef þá einhver er. Áhersla verður semsagt lögð á hönnun og ásýnd svæðisins og sýnist mér að við getum verið verulega stolt af verksmiðjunni þegar hún verður fullkláruð, allt umhverfið til fyrirmyndar, eins og það reyndar er í dag í sambandi við umgengni og umhirðu. Ennfremur verður virk vöktun á loftmengun og verða staðsettar alls fjórar mengunarstöðvar allt í kringum verksmiðjuna, m.a. uppi á Holti og á Völlunum.
Þetta var það helsta sem mér fannst markverðast hjá Lúðvík og finnst mér þetta ansi markvert og spennandi, hlakka til að sjá meira þegar þetta verður kynnt betur.
Segi ykkur meira skemmtilegt af fundinum við fyrsta tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
eruð þið svo hissa á unglingavandamálum?
þegar þessi grey þurfa að upplifa oft á sínum barns- og unglingaárum að hljómsveitir hætta, söguhetjur deyja og ísinn klárast í sjoppunni, hvar endar þetta eiginlega.
Nú er mér nóg boðið, hingað og ekki lengra, látum allar sögur enda vel, hljómsveitir mega ekki hætta ef þær ná á topp 20 á vinsældarlista (sjá Rolling Stones ) og foreldrar, þið verðið að eiga nógan ís í kistunni.
Lifum heil...á geði
![]() |
Hvað ef Harry Potter deyr? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
að þeir skuli voga sér að nota hraðsendingu...

![]() |
108 grömm af kókaíni í hraðpósti frá Guyana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
best í heimi...
af hverju megum við ekki bara miða allt við höfðatölu, er það svo slæmt ?
Þegar ég sé svona verð ég svo agalega stolt yfir að þessir menn komi frá litla Íslandi, erum við ekki bara best í heimi...miðað við höfðatölu?
![]() |
Heiðar í liði vikunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
ómöguleg spákona
Það á greinilega ekki fyrir mér að liggja að vera spákona enda fræg fyrir að tapa öllum veðmálum sem ég tek þátt í. Ég sagði að Guðjón Valur færi í heimsliðið og ég fer ekki ofan af því að mér finnst að hann hefði átt að vera í því, þessir menn eru bara eitthvað skrýtnir...
En ég spáði þó Þjóðverjum heimsmeistaratitlinum og hafði rétt þar, enda veðjaði ég ekki við neinn...geri það næst...og verð forrík...
![]() |
Guðjón Valur ekki í úrvalsliði HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Just a Gigolo

![]() |
David Lee Roth til liðs við Van Halen á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
"vaaaaáá" er það eina sem mér dettur í hug


![]() |
Guðjón Valur markakóngur á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
góður húmor ;)
ótrúlega góður húmor að setja upp yfirvaramotturnar til heiðurs þjálfaranum, þjóðverjar eru greinilega ekki alveg húmorslausir eins og oft er talað um, gott að sjá það.
Af hverju er talað um að þeir séu heimsmeistarar í þriðja sinn þegar austur-þjóðverjar hafa orðið heimsmeistarar einu sinni, eru það ekki þjóðverjar? Mér finnst þetta lykta eins og vestur-þjóðverji láti þetta út úr sér. En það er nú bara ég...
![]() |
HM: Þjóðverjar heimsmeistarar í þriðja sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Hvers konar fyrirsögn er þetta nú...

![]() |
Woods með sólgleraugu í keppni í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)